16.02.1937
Sameinað þing: 2. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (10)

Kosning fastanefnda

*Jónas Jónsson:

Það framgekk ekki alveg ljóst af ræðu hv. þm. V.-Húnv., hver viðbótin við nefndina átti að vera. Hann talaði um, að allir flokkar og utanflokkamenn ættu að hafa fulltrúa í n., en það kom ekki skýrt fram, hvort hans flokkur átti að fá tvo eða kannske þrjá fulltrúa í n., ef þriðji maðurinn á að skoðast til í flokknum. Ég vil skjóta því til hv. þm. Skagf., hvort hann vilji ekki fallast á, að Sjálfstfl. leyfi Bændafl. að láta varamenn í n. í stað Sjálfstfl. (MG: Hvers vegna að skjóta því til mín?).