08.04.1937
Neðri deild: 33. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í B-deild Alþingistíðinda. (1007)

122. mál, veitingasala, gistihúshald o. fl.

*Frsm. (Thor Thors):

Ég vil taka það fram vegna ummæla hv. þm. Vestm., að það er ekki tilgangur n. að láta þetta ná til hinna svokölluðu skemmtiferðaskipa, sem koma hér með fleiri hundruð farþega, sem við höfum vitanlega ekki gistihús til að taka á móti. Og það verður vitanlega ekki talið, að þau séu komin hér á ákvörðunarstað. En það er hinsvegar tilætlun okkar, að frv. nái til þeirra skipa, sem hv. þm. talaði um, það er skipa, sem koma hér með farþega frá erlendum höfnum, liggja hér nokkra daga og fara síðan aftur. Við teljum rétt, að slíkir farþegar þurfi að leita gistingar og fæðis í landi meðan þeir dvelja hér.