09.04.1937
Efri deild: 35. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 408 í B-deild Alþingistíðinda. (1029)

58. mál, klaksjóður og klakstöðvar

*Magnús Jónsson:

Ég vil gera fyrirspurn um það, hvort það muni ekki koma í veg fyrir að nota Laxá í Þingeyjarsýslu, ef hún verður virkjuð. Ég veit, að í Elliðaánum þótti það hafa mikil áhrif á laxagöngu. Er mér sagt, að seiðin hafi lent í túrbínuna og saxazt í sundur.