15.04.1937
Efri deild: 41. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 424 í B-deild Alþingistíðinda. (1068)

64. mál, loðdýrarækt og loðdýralánadeild

*Páll Hermannsson:

Mér þykir rétt að geta þess, að frv. hefir legið nokkuð lengi hjá landbn., og skilar hún því án nál. Hefir verið annasamt í n. og afgreiðsla gengið seint. Ég vil geta þess, að tveir nm. komu saman á fund í dag og athuguðu frv., og ætla ég, að n. muni vera sammála um að láta það hljóta afgreiðslu óbreytt eða með litlum breytingum. Frv. hefir verið athugað allvandlega í Nd., og ætla ég, að landbn. þeirrar deildar hafi lagt talsverða vinnu í það. Um tilgang frv. vita menn, að hann er sá, að setja reglur fyrir nýrri atvinnugrein, loðdýraræktinni, og veita henni aðgang að heppilegu lánsfé. Býst ég við, að menn telji ekki vanþörf á þessu.