30.03.1937
Neðri deild: 27. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (117)

16. mál, skuldaskilasjóður vélbátaeigenda

*Finnur Jónsson:

Það var nú náttúrlega helzt sæmandi hv. þm. G.-K. að vera með svigurmæli í garð hæstv. atvmrh. að honum fjarverandi, um að hann ætlaði sér að tefja þetta mál algerlega að óþörfu. Hæstv. ráðh. lýsti því yfir, þegar málið var síðast á dagskrá, að hann óskaði eftir, að það yrði tekið út af dagskrá. Hann mun vera sammála n. um, að því fé, sem eftir yrði í sjóðnum, verði varið til áframhaldandi skuldaskila, en mun vilja hafa einhverja aðra aðferð um framkvæmd málsins en þá, sem sjútvn. hefir lagt til, svo sem að fela stjórn fiskveiðasjóðs að úthluta fénu. Á þann hátt yrðu e. t. v. fleiri krónur, sem gætu komið til uppbótar vélbátaútveginum.