20.04.1937
Efri deild: 50. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 472 í B-deild Alþingistíðinda. (1202)

159. mál, borgfirzka sauðfjárveikin

*Jón Baldvinsson:

Það var út af orðum hv. 2. þm. Rang., að mér finnst nauðsynlegt að geta þess út af því umtali, sem orðið hefir um lögin frá 1933, að þau voru ekki sett með það fyrir augum að setja varnir gegn borgfirzku sauðfjárveikinni, svo að mér finnst, að þetta sé nauðsynlegt, þegar á að fara að nota l. í öðrum tilgangi heldur en þau voru sett. Og ég held, að það hefði verið mjög varasamt að beita þessum l., ef þetta umtal hefði ekki farið fram.