19.04.1937
Efri deild: 47. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í B-deild Alþingistíðinda. (1217)

163. mál, kosningar til Alþingis

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég hefi ekki getað athugað þetta mál svo vel sem skyldi, en ég geri ráð fyrir, að flm. brtt. hafi athugað, hvort þetta rekist ekki á við einhver önnur ákvæði laganna. Ég þori ekkert um það að segja, en mér skilst, að í brtt. felist ekki annað en það, að gildistaka kjörskránna færist fram til 15. júní frá því, sem nú er, en ef ég man rétt, ákveða lögin, að kosningar skuli fara fram síðasta sunnudag í júní.