19.04.1937
Efri deild: 47. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í B-deild Alþingistíðinda. (1219)

163. mál, kosningar til Alþingis

*Magnús Guðmundsson:

Ég vildi leggja til, að þessari umr. yrði frestað til morguns. Ég get ekki séð, hvað hér liggur á, því að þetta er ekkert ágreiningsmál. Ég lít svo á í fljótu bragði, að þessi breyt. hafi í för með sér styttingu á frestum fyrir kosningar. Ég skal viðurkenna, að ég hefi ekki athugað þetta vel, en ég hygg, að svo muni vera. — Það er ekki nein nauðsyn að taka þetta mál fyrir í dag. Það er enn eftir mál í Nd., sem verður að takast fyrir hér í Ed., og ef það mál getur komið fyrir hér í Ed., þá ætti þetta mál eins að geta komið fyrir í Nd.