30.03.1937
Neðri deild: 27. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 90 í C-deild Alþingistíðinda. (1331)

51. mál, skemmtanaskattur

*Pétur Ottesen:

Ég vil aðeins þakka hv. menntamn. fyrir undirtektir hennar í þessu máli og þann skilning, sem hún hefir sýnt á þeirri ósk, sem fram hefir komið frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar, og ég veit að þetta er sameiginleg ósk allra ungmennasambanda landsins, svo framarlega sem að þeim er búið á svipaðan hátt eins og komið hefir á daginn í Mýrasýslu, þar sem Ungmennasamband Borgarfjarðar hefir árleg mót. Það gæti vitanlega orðið til mikils hnekkis fyrir hina mikilverðu og merkilegu starfsemi ungmennafélaganna, ef fara ætti að skattleggja þau svo grimmilega sem lög heimila nú, en það var áreiðanlega ekki tilgangurinn, eins og hv. frsm. menntmn. hefur lýst.

Ég vænti því, að þessu frv. verði veittur greiður gangur gegnum þingið.