22.03.1937
Neðri deild: 24. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 95 í C-deild Alþingistíðinda. (1353)

82. mál, skiptameðferð á búi h/f Kveldúlfs

*Forseti (JörB):

Ég hefi lofað hv. 2. þm. Reykv. að taka þetta mál til umr. eins fljótt og ég get í samráði við hina flokkana, sem fallizt hafa á, að útvarpsumr. yrðu um það. Hinsvegar hefi ég ekki lofað hv. þm. að taka málið fyrir á ákveðnum degi eða ákveðinni stundu; um það verður nokkuð að fara eftir því, hvernig stendur á með tíma og undirbúning útvarpsumræðnanna. Ég get sagt hv. þm., að hæstv. fjmrh. hefir óskað, að málið yrði ekki tekið fyrir á morgun, og þar sem þetta málefni vafalaust snertir hans starf að meira eða minna leyti, mun ég verða við þeim tilmælum, en mun hinsvegar taka málið fyrir eins fljótt og ég frekast sé mér fært.