22.03.1937
Neðri deild: 24. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 95 í C-deild Alþingistíðinda. (1354)

82. mál, skiptameðferð á búi h/f Kveldúlfs

*Héðinn Valdimarsson:

Hæstv. forseti hafði fyrst lofað mér að taka þetta mál fyrir í dag, en svo sagðist hann mundu fresta því til morguns. Nú heyri ég, að hann hefir enn frestað málinu um óákveðinn tíma. Það er nú liðin vika síðan málið kom fram, og ætti því að vera kominn tími til að taka það til 1. umr. Veit ég ekki, hvaða ástæðu hæstv. fjmrh. hefir til að draga það á langinn. Ég vil spyrja hæstv. forseta, hvort hann getur ekki gefið ákveðið loforð um, hvenær hann tekur málið á dagskrá. Við kunnum ekki við það, Alþýðuflokksmenn, ef það á að halda niðri málum okkar af hálfu hæstv. forseta.