22.03.1937
Neðri deild: 24. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 96 í C-deild Alþingistíðinda. (1356)

82. mál, skiptameðferð á búi h/f Kveldúlfs

*Héðinn Valdimarsson:

Ég fæ ekki neitt ákveðið loforð frá hæstv. forseta um það, hvenær hann tekur þetta mál á dagskrá.

Nú líður að páskum, og býst ég við, að margir hv. þm. vilji, að umr. fari fram áður en páskahelgin byrjar, en það er hæpið, að svo geti orðið, eftir því sem hæstv. forseti segir um þetta efni. Það er bezt, að við höldum okkur að þingsköpunum, og vil ég því leyfa mér að lesa upp eftirfarandi:

Samkv. 43. gr. þingskapanna óskast tekið á dagskrá á morgun, þriðjudaginn 23. marz, frv. til l. um skiptameðferð á búi h/f Kveldúlfs, sem útvarpsumræður eiga að fara fram um samkv. kröfu Alþýðuflokksins.

Alþingi, 22. marz 1937.

Héðinn Valdimarsson, Jónas Guðmundsson,

Stefán Jóh. Stefánsson, Sigurður Einarsson,

Emil Jónsson, Páll Þorbjörnsson,

Finnur Jónsson.