23.03.1937
Neðri deild: 25. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í C-deild Alþingistíðinda. (1363)

82. mál, skiptameðferð á búi h/f Kveldúlfs

Ólafur Thors:

Við sjálfstæðismenn teljum engu máli skipta, hvenær þessar útvarpsumr. fara fram, fyrst það á að skemmta mönnum með þeim á annað borð. En ef það á að hafa svo mikið við frv. að varpa út umr. um það, finnst mér eðlilegast, að við gefum öllum landsmönnum kost á að heyra þær, og þær því tilkynntar með nokkrum fyrirvara.

Hv. 2. þm. Reykv, sagði það í gær, að marga þm. mundi langa til þess að ljúka þessu verki fyrir helgina. Hann virðist kvíðinn fyrir því, sem framundan er, og finna sig berskjaldaðan. En hann getur verið óhræddur.