19.02.1937
Efri deild: 5. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í C-deild Alþingistíðinda. (1461)

5. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ákvæði þessa frv. gera ráð fyrir, að frestað verði framkvæmd á eða breytt til bráðabirgða árið 1938 þeim lagaákvæðum, sem frestað var eða breytt til bráðabirgða með 1., sem gilda fyrir yfirstandandi ár. Þó er felldur niður úr frv. einn liður, sem sé hámark það, sem sett var á styrk til verkfærakaupasjóðs árið 1937. Stafar það af því, að í hinum nýju jarðræktarlögum, sem samþ. voru á síðasta þingi, var sett sérstakt hámark á þennan styrk.

Ég sé svo ekki ástæðu til að gera frekari grein fyrir þessu máli, þar sem menn munu frá fornu fari kannast við alla liði frv., en ég leyfi mér að fara fram á, að því verði vísað til fjhn., að þessari umr. lokinni.