23.02.1937
Sameinað þing: 3. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 217 í C-deild Alþingistíðinda. (1472)

1. mál, fjárlög 1938

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Í fyrstu fjárlagaræðu minni, haustið 1934, lagði ég áherzlu á, að stj. liti á það sem eitt af sínum stærstu verkefnum, að bæta greiðslujöfnuðinn við útlönd. Þótt stj. vildi á engan hátt gera lítið úr þeirri þýðingu, sem fullur greiðslujöfnuður á fjárlögum og landsreikningi hefir fyrir þjóðarbúskapinn, þá varð þó að hennar áliti hitt að teljast aðalatriðið, að unnt væri að standa í skilum

út á við og að vöruinnflutningur til landsins yrði ekki til langframa meiri en hægt væri að greiða með ársframleiðslu landsmanna. Í sambandi við þetta voru þegar á því þingi samþ. ný lög um gjaldeyrismálin, sem gáfu stj. heimild til þess að taka þau mál öðrum tökum en gildandi l. höfðu gert mögulegt. Í árslok 1934 var útlitið ekki glæsilegt. Greiðslujöfnuðurinn við útlönd var það ár óhagstæður um a. m. k. 10 millj. kr., og erfiðleikar á sölu íslenzkra afurða sívaxandi, einkum saltfisksins. Þótt það sé að vísu ekki venja, mun ég að þessu sinni byrja ræðu mína með því að gera grein fyrir viðskipta- og greiðslujöfnuðinum við útlönd síðastliðið ár og bera þá niðurstöðu saman við niðurstöðu ársins 1934, en það er síðasta árið, sem gömlu gjaldeyrislögin giltu.

Samkv. bráðabirgðauppgjöri hagstofunnar fyrir árið 1936 hefir innflutningurinn, að frádregnum vörum til Sogsvirkjunarinnar og rafveitunnar á Ísafirði, sem sérstaklega eru greiddar með erlendu lánsfé, numið um 39,540 millj. kr. Árið áður nam hann hinsvegar eftir sömu heimildum 41,9 millj. kr., en árið 1934 48,480 millj. kr. Hefir því á þessu ári tekizt að minnka innflutninginn um 9 millj. kr. frá því sem var árið 1934, en samtals á tveim síðustu árum um ca. 16 millj. kr. Útflutningurinn á síðastl. ári hefir samkv. bráðabirgðaskýrslunum numið um 48,230 millj. kr., en 1934 44,760 millj. kr. Hefir útflutningurinn því á árinu 1936 orðið um 3,5 millj. kr. hærri en 1934. Samkvæmt þessum tölum hefir útflutningurinn umfram innflutning árið 1936 numið um 8,7 millj. kr. En árið, sem núv. ríkisstj. tók við völdum, var innflutningur umfram útflutning rúmlega 3,7 millj. kr. Hefir því á þessum tveimur árum tekizt að bæta greiðslujöfnuðinn við útlönd um 12,5 millj. kr. Þar af hafa um 9 millj. kr. unnizt með því að beita innflutningshöftunum meira en áður, og 3,5 millj. með auknum útflutningi. Er rétt að athuga nokkru nánar einstaka liði útflutnings og innflutnings til þess að fá hugmynd um, hvaða ráðstafanir hefir þurft að gera til þess að ná þessum árangri. Ætla ég þá fyrst að minnast á innflutninginn.

Eins og kemur fram í fjárlagaræðunni fyrir árið 1934 og einnig 1935, var stj. það fyrirfram ljóst, að til þess að geta náð greiðslujöfnuði við útlönd með því útliti, sem þá var, þurfti verulegan niðurskurð á innflutningnum. En ég hygg, að hvorki stj. né öðrum hafi verið það fyllilega ljóst fyrirfram, hve mikið þurfti að beita innflutningshömlunum til þess að minnka innflutninginn um 9–10 millj. kr., eins og nú hefir tekizt. Koma þar ýmsar breyt. til greina, sem orðið hafa á verzlunarháttum þetta tímabil. Verðlag hefir hækkað, innflutningsþörfin aukizt o. fl. Sænska hagfræðingnum Lundberg reiknast svo til, að innflutningsþörfin vegna fólksfjölgunar í landinu aukist um nálega 700 þús. kr. árlega, og síðast en ekki sízt ber að minnast þess, að aukinn iðnaður í landinu, sem innflutningshöftin hafa átt mikinn þátt í að skapa, og breytingar á framleiðsluháttum, vegna þess að byrjað hefir verið á tilbúningi nýrra vara í stað hinna gömlu, sem markaðir hafa tapazt fyrir, hafa krafið meiri innflutnings á vélum en nokkurn gat órað fyrir að óreyndu.

Vitað er af þeim, sem þekkja til, að árið 1932 var innflutningurinn lægri en hann hefir orðið fyrr og síðar um mörg ár. Stafaði þetta af því að nokkru leyti, að það ár var höftunum töluvert beitt, en eigi síður af hinu, að miklar vörubirgðir voru fyrir í landinu frá árunum 1930 og 1931, sem gerðu miklu auðveldara fyrir um minnkun innflutningsins. Það er þess vegna afarfróðlegt fyrir menn, sem vilja fá glögga hugmynd um, hve mikið innflutningshöftunum hefir raunverulega verið beitt til þess að ná þeim árangri, sem nú liggur fyrir, að bera innflutninginn 1932 saman við innflutninginn 1936. Ég hefi gert um þetta nokkurn samanburð og hefi skipt vörunum niður í 4 flokka, en haft „ýmsar vörur“, sem eru í skýrslum hagstofunnar ósundurliðaðar, sér í hinum fimmta. Miða ég við endanlegar niðurstöðutölur frá 1932, en bráðabirgðatölur frá 1936, en bæti 7% við hvern lið, en um þá upphæð hækka skýrslurnar venjulega, þegar fulllokið er frágangi þeirra, Það skal tekið fram, að fimmti flokkurinn, „ýmsar aðrar vörur“, er nokkru hærri nú en 1932, og stafar það af því, að stuðzt er við bráðabirgðaskýrslurnar, en þessi liður verður sundurliðaður nánar við endanlegan frágang. Við þessu er ekki unnt að gera, en það ruglar ekki þetta heildaryfirlit, svo að neinu verulegu nemi.

Í 1. flokki eru þær vörur taldar, sem innflutningshöftunum hefir aðallega verið beitt gegn. Þó tel ég þar með nýlenduvörur, sem höftunum hefir að vísu nokkuð verið beitt gegn, en þó ekki mjög. Innflutningur þessara vara hefir verið sem hér segir (talið í þús. kr.):

1932 1936

Ávextir og grænmeti.................... 1043 278

Vefnaðarvörur og fatnaður.......... 3369 3351

Skófatnaður.................................. 883 770

Hreinlætisvörur............................ 456 140

Hljóðfæri og leðurvörur............... 46 58

Klukkur og silfurvörur................. 37 48

Nýlenduvörur............................... 1962 1565

Samtals 7796 6210

Ef við athugum þessa liði, sjáum við, að þeir eru undantekningarlaust lægri 1936 en 1932, og samtals hefir innflutningur þessara vara verið um 1,6 millj. kr. lægri 1936 en 1932. En vitanlega hefðu þeir átt að vera hærri, jafnvel þótt höftunum hefði verið jafnmikið beitt síðastl. ár og 1932, og stafar það af fólksfjölguninni og þar með aukinni innflutningsþörf. Þessi liður í skýrslunni sýnir því strax glögglega, að þurft hefir að beita höftunum mun meira á síðastl. ári, til þess að fá þá heildarniðurstöðu, sem varð, heldur en árið 1932.

Í öðrum flokki tek ég allar almennar vörur aðrar, sem höftunum hefir yfirleitt ekki verið beitt gegn og ekki er hægt að beita þeim gegn, svo að nokkru verulegu nemi. — Þessar vörur eru:

1932 1936

Kornvörur .................................... 3381 3821

Byggingarefni .............................. 4657 6175

Útgerðarvörur .............................. 11528 11535

Landbúnaðarvörur ....................... 599 595

1932 1936

Einkasöluvörur ............................ 2205 2288

Pappírsvörur ................................ 1048 1348

Búsáhöld ...................................... 819 858

Samtals 24237 26620

Það sýnir sig, að í þessum flokki hefir innflutningurinn hækkað um 2,4 millj. kr., og er það nokkuð meira en eðlileg hækkun vegna aukins mannfjölda. Er hækkunin aðallega á byggingarefnisinnflutningi.

Í þriðja flokk hefi ég sett vélar og varahluti og efnivörur til iðnaðar. Hefir innflutningur verið þessi:

1932 1936

Vélar og varahlutir ...................... 1559 3476

Efnivörur til iðnaðar .................... 1316 2563

Samtals 2875 6039

Hefir þessi flokkur hækkað síðan 1932 um hvorki meira né minna en 3,260 millj. kr., eða töluvert meira en tvöfaldast. Stafar þessi gífurlega aukning vitanlega beint af aukningu iðnaðarins og breyt. á framleiðslunni, m. a. auknum vélainnflutningi til verksmiðja, sem verið er að setja á stofn.

Í fjórða flokki eru rafmagnsvörur.

1932 voru þær fluttar inn fyrir 853 þús., en 1936 fyrir 2200 þús.

Hefir hækkunin þar orðið um 1,5 millj. kr. Veldur Sogsvirkjunin eðlilega þeirri hækkun að mestu.

„Ýmsar aðrar vörur“ hafa hækkað úr 1,582 millj. í 3,464 millj. kr.

Heildarniðurstaða þessara athugana verður því sú, að höftunum hefir þurft að beita meira en nokkru sinni fyrr síðastl. ár, enda þótt heildarinnflutningur til landsins hafi einu sinni áður á síðari árum, eða árið 1932, orðið minni. En þessi skýrsla sýnir það einnig, að miklu stærri hluti af heildarinnflutningnum er nú almennar nauðsynjavörur og vörur til framleiðslunnar og annarra framkvæmda en árið 1932. Innflutningshöftin hafa því ekki einungis gert það gagn, að minnka stórlega innflutninginn til landsins, heldur hafa þau einnig orðið til þess, að gjaldeyririnn, sem þjóðin hefir yfir að ráða, hefir verið miklu betur notaður en áður.

Ef við athugum svo útflutninginn og breyt., sem á honum hafa orðið, og berum saman við árið 1934, sem er eðlilegast, vegna þess að það ár tók núv. ríkisstj. við völdum, og það er síðasta árið, sem útflutningur okkar var nokkurnveginn óheftur af innflutningstakmörkunum í markaðslöndunum, þá sjáum við, að á þessum tveimur árum hefir útflutningur á fiski hrapað niður um 9 millj. kr. Á móti því kemur, að síldarafurðir og aðrar sjávarafurðir, sem áður hafa verið fluttar út, hafa hækkað um ca. 6,1 millj. kr. og landbúnaðarafurðir hafa hækkað um ca. 3,6 millj. Þannig hafa hækkanir þessara afurða ríflega vegið upp lækkun fiskútflutningsins. En það, sem alveg hefir riðið baggamuninn um hækkun útflutningsins, eru hinar nýju afurðir, sem bætzt hafa á útflutningsskýrslurnar síðan 1934 og nema um 2,7 millj. kr. samtals. Er þar fyrst og fremst karfinn, harðfiskur, freðfiskur o. fl. afurðir.

Þannig hefir verið unnið að því eftir tveimur leiðum að ná greiðslujöfnuði. Með lækkun innflutningsins og hækkun útflutningsins. Árangurinn er betri en margir höfðu þorað að vona eftir þeim erfiðleikum, sem við hefir verið að eiga. Fullur greiðslujöfnuður hefir náðst á öðru ári hinna nýju gjaldeyrislaga.

Það er dálítið einkennilegt að sjá, hvernig hv. stjórnarandstæðingar, utan þings a. m. k., hafa tekið þessari niðurstöðu. Á meðan greiðslujöfnuðurinn var óhagstæður, lögðu þeir höfuðáherzluna á það í andófi sínu gegn ríkisstj., að hún hefði brugðizt fyrirheiti sínu um að vinna að fullum viðskiptajöfnuði við útlönd og ætti því í raun réttri að segja af sér, þar sem hún hefði ekki náð markinu í jafnmikilsverðu máli. En eftir að kunnugt varð um niðurstöðuna af viðskiptum síðasta árs, er svo að sjá sem andstæðingarnir leggi allt í einu ekkert upp úr hagstæðum viðskiptajöfnuði. Hefir jafnvel verið til þess vitnað, í því skyni að sanna þýðingarleysi þess, að viðskiptajöfnuðurinn væri hagstæður, að í móðuharðindunum hafi verið hagstæður viðskiptajöfnuður við útlönd!

Þá hefir því og verið haldið fram um skeið, að ráðstafanir ríkisstj. til að ná bættum viðskiptajöfnuði hefðu engu áorkað í þá átt, heldur væru síldveiðarnar eingöngu orsök hinnar hagstæðu útkomu. En eftir að sýnt hafði verið fram á, að síldveiðarnar, þótt vel gengju, hefðu ekki nándar nærri vegið upp hina stórfelldu lækkun saltfiskútflutningsins og að til þeirra væri ekki með nokkru móti unnt að rekja orsök þess að innflutningurinn hefði minnkað um 16 millj. kr. á tveimur árum, var horfið frá þeim málflutningi, en til þess gripið í staðinn, að telja lækkun innflutningsins einungis hafa orðið á kostnað vörubirgðanna í landinu. Þessu er haldið fram í dag. Hvað næst kemur, getur enginn gizkað á. Því er haldið fram, að vegna starfsemi innflutnings- og gjaldeyrisn. sé sérstaklega lítið til af útgerðar- og kornvörum. Því miður eru ekki til neinar glöggar skýrslur um vörubirgðir um hver áramót, en það vill til, að hægt er að sýna fram á það með ljósum rökum, að þetta hálmstrá andstæðinganna verður þeim ekki að verulegu haldi. Innflutnings- og gjaldeyrisn. hefir nefnilega aldrei neitað um innflutning á útgerðarvörum. Hún hefir því á engan hátt hamlað því, að útgerðarmenn höguðu innkaupum sínum á þessum varningi eftir efnahagsástæðum sínum og þörfum. Því má einnig bæta hér við, að um síðustu áramót munu hafa verið ónotuð gjaldeyrisleyfi fyrir útgerðarvörum, er námu um 4. millj. kr.

Um kornvörurnar er það að segja, að innflutningur þeirra 1936 var 20% meiri en árið 1932, en þá þurfti ekki innflutningsleyfi til að flytja slíkar vörur til landsins, og liggur því ekkert fyrir, er bendi til þess, að minni birgðir hafi verið til í landinu af kornvörum um síðustu áramót en venjulega.

Nú allra síðast hafa hv. andstæðingar þó nokkuð hopað frá þessum ásökunum, og í stað þess að halda því fram, að innflutningsleyfi hafi vantað, þá tala þeir um, að erfiðlega gangi að fá yfirfærðan gjaldeyri hjá bönkunum. Ég þykist vita, að það hafi ekki gengið erfiðlegar með yfirfærslur nú en í fyrra t. d., en auðvitað er langt frá því, að ástandið í þeim efnum sé enn komið á æskilegan grundvöll. Hver væri þá eðlileg ályktun af því? Vitanlega sú, að innflutninghöftunum hefði ekki verið beitt of mikið, heldur full lítið. En hvernig ætla hv. stjórnarandstæðingar að samrýma slíka gagnrýni hinum stöðugu ofsóknum, sem haldið er uppi gegn gjaldeyris- og innflutningsnefnd og mér fyrir það, að höftunum sé of mikið beitt? Halda hv. stjórnarandstæðingar, að meira væri nú til af gjaldeyri og greiðara um yfirfærslur til kaupa á nauðsynjavörum, ef innflutningshöftunum hefði verið beitt minna? Eða ef þau hefðu verið afnumin og allt látið skeika að sköpuðu, eins og virðist vera ótvíræður vilji hv. stjórnarandstæðinga, ef marka má málflutning þeirra?

Sannleikurinn í þessu máli er sá, að þrátt fyrir hina ýtrustu viðleitni stjórnarandstæðinga til þess að koma inn hjá mönnum hinu gagnstæða, þá finnst varla nokkur maður á landinu, sem á annað borð hefir óskerta ábyrgðartilfinningu, sem ekki viðurkennir, að það hefir verið óumflýjanlegt, að hafa innflutningshöftin, eins og ástandið í gjaldeyrismálum okkar hefir verið, og það er varla til svo hatrammur andstæðingur stj., að hann ekki viðurkenni það, sem áunnizt hefir í því að bæta viðskiptajöfnuðinn við útlönd. Ef um takmarkaðan gjaldeyri er að ræða, er vitanlega ekki nema um tvær leiðir að gera til þess að sjá um, að ekki verði meira flutt inn en gjaldeyririnn hrekkur til að greiða.

Önnur leiðin er sú, að beita innflutningshöftum eins og núv. ríkisstj. hefir gert. Með því móti er hægt að ná vissu marki, þ. e. a. s. með innflutningshöftunum einum saman er hægt að lækka innflutninginn, þangað til þarf að færa niður innflutning almennra neyzluvara. Komi til slíks, duga innflutningshöftin ekki ein út af fyrir sig. Hin leiðin til þess að forðast of mikinn innflutning, og það er sú leið, sem hv. stjórnarandstæðingar virðast vilja fara, er, að draga úr kaupgetunni innanlands, þannig að menn af þeim ástæðum geti ekki keypt meira af erlendum vörum en gjaldeyrir er til fyrir í landinu. Þetta mundi þurfa að framkvæmast með niðurskurði verklegra framkvæmda, samdrætti í útlánastarfsemi bankanna og þar af leiðandi minnkuðum framkvæmdum, og loks almennri launalækkun, ef verulega ætti um þessar ráðstafanir að muna. Þessa leið hefir stj. alls ekki viljað velja, vegna þess að hún myndi stórauka atvinnuleysið og skemma, ef ekki gereyðileggja, innlenda markaðinn fyrir framleiðendum og iðnrekendum og þrengja á allan hátt kosti almennings í landinu frá því, sem verið hefir. En einmitt af því, að stj. vildi ekki fara þessa leið, þá verður að viðhalda gjaldeyrishömlunum, meðan yfirfærsluörðugleikarnir haldast, til þess að fyrirbyggja, að aukin kaupgeta innanlands vegna ýmiskonar ráðstafana Alþingis verði til þess að örva kaup á allskonar varningi frá útlöndum, sem unnt er að vera án eða hægt að fá í landinu sjálfu. Meðan við eigum örðugt með að auka útflutninginn, mynda innflutningshöftin að mínu áliti aðalgrundvöll þeirrar stjórnmálastefnu, sem núv. ríkisstj. hefir fylgt frá því, að hún tók við völdum.

Eins og ljóst er af þeirri töflu, sem ég las hér áðan, um innflutninginn 1932 og 1936, þá hefir á síðastl. ári verið gengið svo nærri um niðurskurð á innflutningnum, að ekki verður lengra gengið nema með einhverjum víðtækari ráðstöfunum en sjálf innflutningshöftin eru. Er þess fastlega að vænta, að ekki þurfi til þess að grípa og að framkvæmd innflutningshaftanna á þessu ári þurfi ekki að verða strangari en menn neyddust til þess að hafa hana á síðasta ári. Verðlag fer nú hækkandi bæði á innfluttum og útfluttum vörum, og verður það ekki gert upp í skyndi, hvaða áhrif þær verðbreytingar hafa í heild sinni fyrir okkur, en almenn verðhækkun og aukin eftirspurn ætti þó að vera til hagsbóta fyrir okkur, þar sem við undir venjulegum kringumstæðum seljum meira en við kaupum.

Enginn má ímynda sér, að einhverju lokatakmarki sé náð, þótt tekizt hafi að halda í horfinu á síðastl. ári. Gjaldeyrir er til af skornum skammti. Vöruskuldir frá árinu 1934 og 1935 hafa íþyngt gjaldeyrisverzluninni, þannig að skuldir bankanna eru sízt lægri en áður. Fyrst um sinn verður þó að gera ráð fyrir, að ekki þurfi að beita innflutningstakmörkunum meira en í fyrra.

Ég mun nú ekki að sinni orðlengja frekar um viðskiptajöfnuðinn við útlönd, en að endingu vildi ég þó segja, að ef menn hefðu verið spurðir að því árið 1934, þegar fyrst fréttist um niðurfærslu fiskinnflutnings okkar til Spánar, hvernig þeir héldu, að íslenzka þjóðin þyldi algerða lokun Spánarmarkaðarins, og hvernig hér myndi verða útlits, ef að því ræki, þá er ég ekki í neinum vafa um svarið. Því var almennt trúað þá, og kom glöggt í ljós í umræðum þeim, sem urðu um óskir Spánverja um nýja verzlunarsamninga, að það væri í raun og veru óhugsandi, að þjóðin gæti staðizt slíkt áfall. Ég er sannfærður um, að háttv. stjórnarandstæðingar hefðu þá orðið í tölu þeirra, er þannig litu á málið. Nú á síðastl. ári fengum við engan gjaldeyri frá Spáni til þess að greiða vörur umfram það, sem við keyptum þaðan, og ekki einu sinni nóg til þess. Spánarmarkaðurinn var í raun og veru lokaður síðastl. ár. Þrátt fyrir það hefir þó viðskiptajöfnuðurinn orðið hagstæðari en hann hefir verið um mörg undanfarin ár.

Nú skyldu menn ætla, að þegar talað væri og ritað um aðgerðir stj. í þessum málum, þá væri tekið tillit til þessarar staðreyndar, sem fyrir tveim árum hefði áreiðanlega ein út af fyrir sig verið talin nægileg til þess að afsaka erfiða fjárhagsafkomu hjá þjóðinni í heild sinni, ríkissjóði og einstaklingum. En stjórnarandstæðingarnir telja sig ekki þurfa að taka tillit til þessa, því að öll þeirra gagnrýni á fjármálunum hin síðustu tvö ár hefir miðazt við það, að þjóðin hafi búið við góðæri og að allt hefði átt að leika í lyndi, ef ríkisstj. hefði ekki verið til þess að spilla fyrir. Þessi gagnrýni háttv. stjórnarandstæðinga dæmir sig sjálf, enda hefir hún minnkandi áhrif með hverjum deginum sem líður. Framleiðendurnir við sjávarsíðuna hafa orðið greinilega varir við það, að Spánarmarkaðurinn er svo að segja horfinn, þótt hv. andstæðingar stj. neiti að taka slíkar staðreyndir til greina. Allir, sem nokkurt skynbragð bera á atvinnulíf þjóðarinnar, eru í rauninni undrandi yfir því, hvað tekizt hefir að vega upp á móti þeim óskaplegu erfiðleikum, sem þjóðin hefir átt við að búa síðustu ár. Það er mjög langt frá því, að stj. og stjórnarflokkarnir á þingi hafi verið hér einir að verki. Það hefir tekizt að fá almenna þátttöku í því starfi, sem unnið hefir verið til þess að efla nýja framleiðslu, Það hefir tekizt að fá almenning til þess að sjá nauðsyn þess að minnka innflutninginn. Án þessa skilnings og þátttöku frá almenningi í þessum störfum hefði ekki verið hægt að ná tilætluðum árangri með ráðstöfunum stj. og þings.

Ég mun þá gefa yfirlit um afkomu ríkissjóðs síðastl. ár. Er það yfirlit gefið með sama fyrirvara og vant er, að tölurnar geta breytzt eitthvað við endanlegan frágang landsreikningsins, en væntanlega ekki svo að neinu nemi, og ekki þannig, að niðurstöður raskist til muna.

Rekstraryfirlit 1836.

Tekjur Fjarlög Reikningur

2. gr. Fasteignaskattur........................................ 380000.00 410878.00

Tekju- og eignarskattur............................. 1550000.00 1591138.00

Hátekjuskattur........................................... 200000.00 200000.00

Lestargjald af skipum................................ 50000.00 59477.00

Aukatekjur................................................. 620000.00 596337.00

Erfðafjárskattur.......................................... 50000.00 60672.00

Vitagjald.................................................... 470000.00 436971.00

Leyfisbréfagjald………………................ 25000.00 19605.00

Stimpilgjald............................................... 500000.00 544023.00

Stimpilgjald af ávísunum og kvittunum.... 100000.00 65260.00

Bifreiðaskattur........................................... 370000.00 373858.00

Benzínskattur............................................. 250000.00 265000.00

Útflutningsgjald......................................... 700000.00 660392.00

Áfengistollur.............................................. 1000000.00 1019970.00

Tóbakstollur............................................... 1200000.00 1373789.00

Kaffi- og sykurtollur.................................. 900000.00 1134350.00

Annað aðflutningsgjald.............................. 80000.00 88920.00

Flyt 8445000.00 8900640.00

Tekjur Fjarlög Reikningur

Flutt 8445000.00 8900640.00

Vörutollur................................................... 1250000.00 1382899.00

Verðtollur................................................... 1000000.00 1058093.00

Viðskiptagjald............................................ 750000.00 652949.00

Gjald af innlendum tollvörum.................... 400000.00 446303.00

Skemmtanaskattur...................................... 120000.00 118309.00

Veitingaskattur........................................... 100000.00 73494.00

Samtals 12065000.00 12632687.00

÷ Endurgreiddar tekjur............. 170026.00

Hækkun á eftirstöðvum............ 124180.00 294206.00

— 12338481.00

3. gr. A. Póstmál....................................................... 53860.00 54200.00

Landssíminn............................................... 473000.00 512000.00

Áfengisverzlun........................................... 1200000.00 585000.00

Tóbakseinkasala......................................... 600000.00 631000.00

Ríkisútvarp og viðtækjaverzlun................. 87000.00 23000.00

Ríkisprentsmiðjan...................................... 60000.00 55500.00

Ríkisvélsmiðjan......................................... 10000.00 20000.00

Bifreiðaeinkasalan..................................... 75000.00 50800.00

Raftækjaeinkasalan.................................... 50000.00 67500.00

Ríkisbúin.................................................... 14000.00 21000.00

— 3020000.00

3. gr. B. Tekjur af fasteignum.................................. 24650.00 23300.00

4. gr. Vextir......................................................... 515475.00 533000.00

5. gr. Óvissar tekjur............................................. 50000.00 _________________ 80000.00

Samtals kr. 15277985.00 15994781.00

Gjöld Fjarlög Reikningur

7. gr. Vextir........................................................................... 1558500.00 1667953.00

8. – Borðfé konungs............................................................ 60000.00 600000.00

9. – Alþingiskostnaður........................................................ 250920.00 253005.00

10. – I. Ráðuneytið og ríkisféhirðir.......................................... 270746.00 316375.00

10. – II. Hagstofan..................................................................... 58000.00 63686.00

10. – III.Utanríkismál................................................................ 145000.00 142133.00

11. – A. Dómgæzla og lögreglustjórn........................................ 1277280.00 1372402.00

11. – B. Sameiginlegur embættiskostnaður............................... 284000.00 310609.00

12. – Heilbrigðismál.............................................................. 688942.00 895123.00

13. – A. Vegamál....................................................................... 1535302.00 1643147.00

13. – B. Samgöngur á sjó........................................................... 618000.00 710750.00

13. – C. Vitamál og hafnargerðir............................................... 621750.00 614649.00

14. – A. Kirkjumál..................................................................... 328120.00 385923.00

14. – B. Kennslumál.................................................................. 1514567.00 1676599.00

15. – Til vísinda, bókmennta og lista.................................... 196160.00 198690.00

16. – Til verklegra fyrirtækja................................................ 3225225.00 3241883.00

17. – Almenn styrktarstarfsemi............................................. 1539700.00 1487146.00

18. – Eftirlaun og styrktarfé.................................................. 321421.00 313542.00

19. – Óviss útgjöld................................................................ 100000.00 211547.00

14593633.00 15565162.00

Heimildarlög.................................................................................................... 2150.00

Þingsályktanir.................................................................................................. 114448.00

Væntanleg fjáraukalög..................................................................................... 85184.00

Sérstök lög....................................................................................................... 143861.00

15910805.00

Tekjuafgangur 684352.00 83976.00

Samtals kr. 15277985.00 15994781.00

Eins og yfirlitið ber með sér, hefir niðurstaðan orðið sú, að afkoman á árinu hefir orðið lakari en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þegar fjárlögin fyrir árið 1936 voru samin, kom það mjög greinilega í ljós í þinginu, að menn töldu tekjurnar vera varlega áætlaðar miðað við útgjöldin, og líklegt, að afkoma ársins yrði ekki verri en fjárlög gerðu ráð fyrir. M. a. kom það greinilega fram hjá stjórnarandstæðingum í fjvn. og utan n., að þeir töldu tekjurnar óeðlilega lágt reiknaðar. Ég var hinsvegar ekki eins bjartsýnn um þetta atriði eins og sumir aðrir þm. Ég bjóst við verulegri lækkun tollteknanna vegna niðurskurðar á innflutningi. Það hefir nú og komið í ljós, að þótt umframgreiðslur séu nú minni en a. m. k. undanfarin 12 ár, þá hafa tolltekjurnar ekki náð að vega þær upp, og útkoman því orðið lakari en fyrirfram var ætlazt til. Áætlunin um tolltekjurnar var að miklu leyti miðuð við tolltekjurnar árið 1932, og gerðu menn yfirleitt ekki ráð fyrir, að innflutningur tollvara gæti orðið lægri en hann var þá. En eins og yfirlitið um innflutninginn 1932 og 1936, sem ég hefi nú gefið hér á undan, ber með sér, þá hefir svo farið, að innflutningur tollvara hefir orðið ennþá lægri síðastl. ár en árið 1932. Af þessum ástæðum hafa tolltekjurnar orðið lægri en menn bjuggust við, og meira að segja lægri en ég bjóst við, sem þó leit á þetta mál nokkru dekkri augum en aðrir. Þetta er aðalorsök þess, að rekstrarafgangurinn hefir orðið mun minni en fjárlög ráðgerðu. Mun ég nú víkja nokkuð að einstökum liðum uppgjörsins.

Samkvæmt rekstrarreikningi hefir tekjuafgangurinn orðið um 83 þús. kr., og er þá búið að færa til útgjalda fyrningar á eignum ríkissjóðs. Til gjalda á rekstrarreikningi eru færðar 85 þús. kr., sem er skuld „yfirtekin“ frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur sem viðbótarstyrkur til mjólkurbús félagsins, og þótt sú fjárhæð sé færð á rekstrarreikningi til útgjalda, er varla réttmætt að telja hana með gjöldum, þegar afkoman er borin saman við niðurstöður annara ára, á sama hátt og ég dró frá hliðstæðar fjárhæðir, þegar ég gerði grein fyrir rekstrarafkomu ársins 1934. Beri menn saman rekstrarafkomu 5 síðustu ára, verður niðurstaðan þessi:

Árið 1932 rekstrarhalli 1,54 millj. kr.

Árið 1933 rekstrarhalli 0,063 millj. kr.

Árið 1934 rekstrarhalli 1,42 millj. kr.

Árið 1935 rekstrarafgangur 609 þús. kr.

Árið 1936 rekstrarafgangur (bráðabirgðauppgjör) ca. 160 þús. kr.

Það kemur því í ljós við þennan samanburð, að enda þótt rekstrarafgangur ársins 1936 hafi ekki verið eins mikill og gert er ráð fyrir í fjárlögunum, hefir afkoma ársins þó orðið verulegum mun betri en hin kreppuárin, að undanskildu árinu 1935. Skyggnist menn hinsvegar lengra aftur í tímann til samanburðar, þá kemur í ljós, að þetta er einnig bezta afkoma ríkissjóðs síðan árið 1929, að árinu 1935 undanskildu. Eins og sjóðsyfirlitið ber með sér, þá hefir vantað um 860 þús. kr. til þess, að allar afborganir af lánum ríkissjóðs gætu orðið greiddar af tekjum ríkissjóðs einum saman, og er það um 700 þús. kr. óhagstæðari niðurstaða en gert var ráð fyrir í fjárlögum, Þessi mismunur nemur þó ekki eins miklu og afborganir af lánum samanlagt, þannig að hagur ríkissjóðs hefir síður en svo versnað á árinu, eins og nánar mun verða gerð grein fyrir í sambandi við breyt. á skuldunum. Annars er það vitanlega rekstrarreikningurinn, sem sýnir það bezt, hvort afkoman hefir farið batnandi eða versnandi.

Við sjóðsyfirlitið er ekki hægt að miða, vegna þess að það fé, sem gengur til þess að endurgreiða eldri lán, fer vitanlega til þess að bæta hag ríkissjóðs. Þessar endurgreiðslur á eldri lánum hafa farið ört vaxandi síðustu árin, vegna þess að byrja hefir þurft afborganir af mörgum þeirra lána, sem fyrir voru, þegar núv. ríkisstj. tók við, svo sem enska láninu frá 1930, lausaskuldunum, sem breytt var í fast lán 1935, og vega- og brúargerðaláninu frá 1933 og 1934. Er niðurstaðan nú orðin sú, að í stað þess að endurgreiðslur af lánum námu um 820 þús. kr. árið 1933, þá voru þær um 1,17 millj. síðastl. ár, eða 350 þús. kr. hærri.

Sjóðsyfirlit.

Inn: Fjárlög Reikningur

Tekjur samkvæmt rekstrarreikningi.......................................................... l5277985 15994781

1. Fyrningar................................................................................................... 289051 341000

2. Útdregin bankavaxtabréf og veðdeildarbréf……...................................... 50000 82600

3. Endurgreiddar fyrirframgreiðslur………….............................................. 10000 4230

4. Endurgreidd lán og andvirði seldra eigna………….................................. 155000 105904

Innborgað af innstæðu á hlaupar. nr. 2471 í Lb. vegna fiskimálasjóðs..... 365800

Greiðslujöfnuður........................................................................................ 150697 864820

Samtals kr. 15932733 17759135

Út:

Gjöld samkvæmt rekstrarreikningi............................................................ 14593633 15910805

I. Afborgun lána:

1. Ríkissjóður:

a. Innlend lán................................................................................. 287400 317000

d. Dönsk lán................................................................................... 325000 325700

c. Ensk lán...................................................................................... 316700 316930

2. Landssíminn........................................................................................... 210000 210000

II. Eignaaukning ríkisstofnana

1. Landssíminn........................................................................................... 95000 124200

2. Ríkisprentsmiðjan.................................................................................. 20000 20000

3. Ríkisvélsmiðjan...................................................................................... 10000 18000

4. Ríkisútvarpið.......................................................................................... 30000

5. Vinnuhælið á Litla-Hrauni..................................................................... 10000

6. Búið á Reykjum í Ölfusi........................................................................ 20000

III. Til bygginga nýrra vita............................................................................. 65000 65000

IV. Lögboðnar fyrirframgreiðslur.................................................................. 10000 25700

Greiðslur til fiskimálasjóðs........................................................................ __________ 365800

Samtals kr. 15932733 17759135

Vitanlega væri það æskilegt, og það er markið, sem keppt er að, að ríkissjóður hafi jafnan svo ríflegan rekstrarafgang, að hann geti greitt niður skuldir sínar um samningsákveðnar fjárhæðir, án þess að taka til þess ný lán á móti, en til þess þarf rekstrarafgangurinn að vera yfir 1 millj. kr., og er sízt að undra, þótt erfitt sé að ná slíku marki, eins og nú standa sakir um niðurskurð innflutnings og þar með lækkun tolltekna ríkissjóðs.

Þá mun ég þessu næst gefa yfirlit um breyt. á skuldum ríkissjóðs síðastl. ár, fyrst um hækkanir og lækkanir, og síðan um lánin í heild sinni eins og þau voru í ársbyrjun og árslok árið 1936.

Breytingar á skuldum ríkissjóðs 1936.

Lán tekin á árinu:

Landhelgissjóður………………………................................................. 258770

Búnaðarbankinn (víxill endurseldur Landsbankanum)........................... 600000

Handelsbanken........................................................................................ 177600

Jarðakaupalán o. fl. ................................................................................ 92000

Yfirtekið v/Skeiðaáveitunnar.................................................................. 348030

— v/Mjólkurfélags Reykjavíkur.................................................. 85000

— 1561400

Greidd lán á árinu:

Lán ríkissjóðs og ríkisstofnana............................................................... 1169630

Lausaskuldir............................................................................................ 99242

— 1208872

Mismunur 292528

Afborganir af lánum, sem ríkissjóður greiðir ekki sjálfur...................... 400464

Skuldalækkun á árinu............................................................................. 107936

Kr. 400464 400464

Samanburður á skuldum 31. des. 1935 og 1936.

Í árslok 1935 Í árslok 1936

Innlend lán.............................................................................................. 3649497 3880745

Dönsk lán v/ríkissjóðs............................................................................ 1726856 1401149

— — v/bankavaxtabréfakaupa........................................................ 5843468 5698232

Ensk lán.................................................................................................. 32993532 32421374

Lausaskuldir........................................................................................... 850195 1764122

Skuldir landssímans:

Erlend lán............................................................................... 1485633 1285633

Innlend lán.............................................................................. 221304 211304

Samtals 46770485 46662549

Eins og yfirlit þetta ber með sér, hafa skuldir ríkisins lækkað um 100 þús. kr. á árinu, en skuldir, sem standa í sambandi við afkomu ríkissjóðs, hinsvegar hækkað um 290 þús. kr. Er sú hækkun einungis vegna þess, að á árinu voru yfirtekin lán, sem hvíldu á Skeiðaáveitunni, samkvæmt heimild í lögum, sem hafa gilt um nokkur ár, og hefir raunar alltaf verið gengið út frá því, að þessi heimild yrði notuð. Á móti þessari ca. 290 þús. kr. skuldaaukningu ber svo að telja, að innstæður ríkissjóðs hjá ýmsum stofnunum, t. d. síldarverksmiðjunum, tóbakseinkasölunni, og svo nokkrar fyrirframgreiðslur upp í fjárveitingar næsta árs (ca. 100 þús. kr.), gera meira en að vega upp þessa hækkun, og hefir hagur ríkissjóðs því raunverulega batnað á árinu.

Eins og áður er frá sagt, lækkuðu heildarskuldir ríkissjóðs um rúmar 100 þús. kr. á árinu, en breyt. í heild eru þær, að erlendu skuldirnar

hafa lækkað um 1,065 millj. kr. en innlendu skuldirnar hækkað um 958 þús. kr. Nokkrum hluta erlendu lánanna hefir þannig verið breytt í innlend lán, en heildarlækkun skuldanna orðið minni en í fjárlögum var gert ráð fyrir.

Þá skal getið nánar tekna og gjalda. Tollar og skattar hafa reynzt samtals um 12,338 millj. kr., en voru áætlaðar 12,065 millj., eða reyndust aðeins meiri í heildinni en gert var ráð fyrir. Hefir heildarupphæðin reynzt nærfellt sú sama og í fyrra, þrátt fyrir það að nýir tekjustofnar hafa gefið um 1,1 millj. kr. Hafa eldri tollarnir því lækkað um ca. 1 millj. króna. Munar þar langmest um lækkun á vöru- og verðtolli. Vörutollurinn hefir lækkað frá því í fyrra um 267 þús. kr. og verðtollurinn um 300 þús. kr. Áfengistollurinn hefir lækkað um 250 þús. kr. Þessi lækkun á vöru- og verðtolli verður að nokkru leyti skiljanleg af þeim samanburði á innflutningi, sem ég hefi nú þegar gert, en þó hljóta menn enn að undrast, að lækkunin skuli vera svona mikil frá því í fyrra, þar sem minnkun heildarinnflutningsins hefir þó ekki verið meiri en ca. 2 millj. kr. frá því 1935. Við nánari samanburð á innflutningi 1935 og síðastl. ár fæst þó skýringin. Það kemur í ljós, að innflutningslækkunin kemur einungis á þær vörur, sem mestan gefa tollinn, og á þær vörur kemur enn frekari lækkun til þess að jafna upp þá hækkun, sem verður árlega á innflutningi nauðsynlegustu varanna. Þannig nemur innflutningslækkunin á nokkrum tollhæstu vörunum, ávöxtum, vefnaðarvörum, skófatnaði, og nýlenduvörum, hátt á 3. millj. kr. síðastl. ár. Þessar vörur eru þær, sem mestan gefa verðtollinn og einnig mestan vörutoll, þar sem þær koma í hæsta vörutollsflokk.

Hér við bætist það, að af athugunum, sem tollstjórinn í Reykjavík hefir gert á innheimtu vörutolls síðastl. ár, kemur í ljós, að vörumagnið, sem innflutt hefir verið síðastl. ár, er í flestum tollflokkum minna en 1935, enda þótt fjárhæðirnar séu sumstaðar ekki lægri eða jafnvel hærri, og kemur þetta af þeirri verðhækkun, sem hefir átt sér stað á árinu. Allt hnígur þetta því í sömu átt og áður er bent á, að til þess að ná núverandi niðurstöðu um innflutninginn hefir orðið að beita innflutningshöftunum ennþá meira en menn reiknuðu með í fyrra, og meira en í fljótu bragði kann að virðast við athugun innflutningsskýrslnanna, og þessi niðurfærsla hefir bitnað á tolltekjunum.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fara nánar út í skýringar á einstökum tekjuliðum, en vil aðeins geta þess, að tekjustofnarnir, sem bættust við í fyrra, hafa gefið þær tekjur, sem við var búizt, nema nýja innflutningsgjaldið, sem hefir orðið 100 þús. kr. minna en ráð var fyrir gert. Liggja til þess sömu ástæður og rýrnunar verðtollsins. Geta má þess í því sambandi, að háttv. stjórnarandstæðingar töldu í fyrra, að þetta gjald mundi gefa miklu meira í tekjur en áætlað var.

Þessar stórkostlegu breyt. á tolltekjunum og innflutningnum benda til þess, að það er alveg óhjákvæmilegt að breyta tollalögunum í samræmi við þá þróun, sem í þessum málum er á hverjum tíma.

Nú flyzt tilbúningur margra tollvara inn í landið, og verður þá eigi um flúið, ef ríkissjóður á að geta mætt þeim kröfum, sem sanngjarnlega eru til hans gerðar, að leggja toll á þessar vörur, enda þótt þær séu framleiddar hér, en ætla þeim þó að sjálfsögðu hæfilega tollvernd.

Því hefir óspart verið haldið fram, að núv. þingmeirihluti hafi aukið mjög álögur á landsmenn. Út af því þykir mér rétt að gefa eftirfarandi yfirlit um skatt- og tolltekjur ríkissjóðs frá 1933:

Árið 1933 ........ 10,986 millj. kr.

— 1934 ........ 11,843 — —

— 1935 ........ 12,259 — —

— 1936 ........ 12,338 — —

Á þessu yfirliti sést það glöggt, að síðan 1934, en það ár höfðu ekki áhrif nein af hinum nýju lögum um tekjur ríkissjóðs, sem sett hafa verið af núv. þingmeirihluta, hafa heildartekjur ríkissjóðs at sköttum og tollum hækkað um einar 500 þús. kr. og tæplega þó. Er það lítið meira en sem svarar eðlilegri hækkun vegna fólksfjölgunar í landinu. Á sama tíma hafa flest bæjarfélög og mörg sveitarfélög hækkað mjög verulega heildarálögur sínar, og það þarf ekki langt að sækja dæmi þess, að slík hækkun hafi numið milli 40 og 50% þetta tímabil. Þó mun ég ekki fara nánar út í það hér, en þessar samanburðartölur ætla ég, að sýni það, hve lítið er hæft í þeim fullyrðingum hv. stjórnarandstæðinga, að skattaálögur hafi í tíð núv. stj. verið hækkaðar um 5 millj. kr. eða meir, eins og þeir oftast telja.

Þá kem ég að útgjöldunum. Allar greiðslur úr ríkissjóði árið 1935 höfðu numið því sem næst jafnri fjárhæð og meðaltal útgjalda 5 undanfarin ár, eins og menn sennilega rekur minni til. Útgjöld á rekstrarreikningi 1936 eru hinsvegar tæpum 700 þús. kr. hærri en 1935. Stafar sú hækkun af hinum nýju greiðslum, sem ákveðnar voru á þinginu 1935. Má af þeim nefna: Til vegalagninga af benzínskatti 265 þús. kr., til hinna nýju trygginga ca. 300 þús. kr., til nýbýla ca. 180 þús. kr., til greiðslu hluta af vöxtum af fasteignaveðslánum bænda ca. 75 þús. kr., o. fl., o. fl. mest til verklegra framkvæmda eða til styrktar atvinnuvegunum. Heildarhækkunin nemur þó ekki nærri því öllum þessum nýju greiðslum, þar sem sparnaður á eldri útgjöldum kemur þar á móti. Heildargreiðslur úr ríkissjóði, að meðtöldum afborgunum lána, eru tæpar 17 millj. kr., en voru rúmar 16 millj. kr. árið 1935. Kemur þar fram sama hækkunin, en þó lítið eitt meiri, vegna þess að afborganir lána voru nokkru hærri 1936 en 1935.

Þá kem ég að greiðslum umfram fjárlög. Heildargreiðslur samkv. rekstrarreikningi og sjóðsyfirliti hafa orðið 1,350 millj. kr. hærri en fjárlögin, og eru þá ekki taldar með þær 365 þús. kr., sem gengið hafa til fiskimálasjóðs, og ekki heldur 85 þús. kr. lánið, sem yfirtekið var vegna Mjólkurfélags Reykjavíkur, og er það í samræmi við fyrri samanburð um umframgreiðslu. Árið 1935 voru greiðslur umfram fjárlagaheimild rúmar 2 millj. kr., og voru það hlutfallslega lægstu umframgreiðslur, sem orðið höfðu í 10 ár. Hefir því á síðastl. ári enn miðað í þá átt, að minnka mismun á fjárlögum og landsreikningi um ca. 700 þús. kr., og hafa umframgreiðslur í heild sinni aldrei numið jafnlágri fjárhæð í síðastl. 12 ár, og hlutfallslega hafa þær aldrei verið lægri, a. m. k. ekki síðan 1920. Lengra aftur í tímann hefi ég ekki skyggnzt. — Verður hér þá getið helztu umframgreiðslnanna.

12. gr. hefir farið fram úr áætlun 206 þús. kr. Af því eru um 180 þús. kr. vegna rekstrar sjúkrahúsanna. Stafar þetta aðallega af því, að fjvn. dró 10% áætlaðan sparnað frá áætluðum „brúttó“ útgjöldum sjúkrahúsanna 1936, og nam það nærri 130 þús. kr. Tillögur lágu engar fyrir um það, hvernig þennan sparnað skyldi framkvæma, og þótt því væri á árinu mjög haldið að stjórn sjúkrahúsanna, að framkvæma sparnað svo sem unnt væri, hefir hann reynzt óframkvæmanlegur að áliti stjórnarnefndarinnar.

Kostnaður við vegamál fór um 108 þús. kr. fram úr áætlun. Er það aðallega kostnaður vegna viðhalds, sem reyndist óframkvæmanlegt fyrir þær 650 þús. kr., sem til þess höfðu verið ætlaðar, og umframgreiðslur til brúargerðar. Þar að auki eru nokkrar umframgreiðslur til nýrra akvega, samtals um 15 þús. kr.

Strandferðaskostnaður hefir farið fram úr áætlun um 95 þús. kr. Það er nálega eingöngu um að kenna því tjóni, sem leiddi af strandi Súðarinnar, mest beint tjón við þátttöku í greiðslu sjóskaðans, og enn nokkurt óbeint tjón, vegna þess að taka þurfti skipið úr áætlunarferðum.

Kostnaður við fræðslumál hefir farið 132 þús. kr. fram úr áætlun. Stærsti liðurinn eru laun barnakennara, 56 þús. kr. Hitt er rekstrarkostnaður ýmissa skóla, sem hefir reynzt meiri en búizt var við.

Á 16. gr. hafa aðeins 16 þús. kr. verið greiddar umfram áætlun, en þó hafa ýmsir liðir farið fram úr áætlun um 180 þús. kr., en þar á móti kemur 140 þús. kr. sparnaður á framlagi til skuldaskilasjóðs vélbátaeigenda, sem stafar af því, að sjóðurinn þarf ekki að greiða afborganir af lánum sínum fyrr en 1937 og er því ekki féþurfi fyrr en nú á þessu ári. Helztu umframgreiðslurnar á 16. gr. eru 42 þús. kr. jarðabótastyrkur og kostnaður vegna harðinda á Norður- og Austurlandi, 85 þús. kr.

Óviss útgjöld hafa farið 100 þús. kr. fram úr áætlun, og er það svipað og verið hefir undanfarin ár. Eru það margir smáir liðir, og sé ég ekki ástæðu til að rekja það hér.

Samkvæmt þingsályktunum hafa verið greiddar 114 þús. kr. rúmlega, og er aðalgreiðslan 100 þús. kr. til sundhallar í Reykjavík, sem greitt var samkvæmt þingsályktun frá haustþinginu 1933, þar sem þessu fjárframlagi var lofað, ef byggingu sundhallarinnar yrði haldið áfram. Samkv, væntanlegum fjáraukalögum hafa verið greiddar 85 þús. kr., þar af er kostnaður við konungskomu 50400 kr. og til þess að ljúka viðgerð á húsinu nr. 3 við Pósthússtræti, lögreglustöðinni, 13200 kr.

Samkvæmt sérstökum lögum hafa verið greiddar rúmlega 143 þús. kr. Stærsta upphæðin er mjólkurbússtyrkurinn, sem Mjólkurfélag Reykjavíkur fékk, 85 þús. kr., eins og áður er frá skýrt. Aðrir fjárhæðir eru margar, en svo jafnháar, að ekki tekur því að telja þær upp að sinni.

Ríkissjóður hefir gengið í nokkrar ábyrgðir á árinu, en allar hafa þær verið fyrir lánum teknum innanlands, nema ábyrgð á láni til rafveitu á Ísafirði, en um hana gilti gamalt loforð. Skuldir erlendis með ábyrgð ríkissjóðs hafa því áreiðanlega fremur lækkað en hækkað á árinu, þar sem afborganir af eldri lánum eru töluverðar. Ríkisstj. fékk á síðastl. hausti heimild til þess að ábyrgjast viðbótarrekstrarlán fyrir Landsbanka Íslands, allt að 2,5 millj. kr. Sú heimild var veitt vegna þess, hve ískyggilega leit út eftir vetrarvertíðina um viðskiptajöfnuðinn við útlönd, en það gleður mig og sjálfsagt alla, sem hafa unnið að þessum málum, að ekki hefir þurft að nota þessa heimild.

Þá hefir hér verið rakin afkoma þjóðarinnar út á við og afkoma ríkissjóðsins á síðastl. ári. Heildarsvipurinn á þessum málum ber það með sér, að allt hefir verið látið víkja fyrir þeirri nauðsyn, að ná greiðslujöfnuði við útlönd, og það með þeim árangri, að þrátt fyrir lokun Spánarmarkaðarins hefir greiðslujöfnuðurinn náðst. Til að ná þessu marki hefir orðið að beita mjög innflutningshömlum. Hefir það komið hart niður á tolltekjum ríkissjóðs og gert það að verkum, að afkoma hans er ekki eins góð og ætlazt var til, þótt hagurinn hafi þó batnað á árinu. Umframgreiðslur hafa orðið minni en nokkru sinni fyrr og erlendar ríkisskuldir lækkað allverulega. Það hefði verið auðvelt að láta tekjur ríkissjóðs verða meiri á árinu með því að slaka lítið eitt á innflutningshöftunum, t. d. hefði það getað áorkað miklu eitt út af fyrir sig, ef leyfður hefði verið innflutningur ávaxta eins og gert var árið áður, en það sjónarmið var ekki látið ráða úrslitum vegna þeirrar vissu, að það væri höfuðnauðsyn fyrir þjóðina, að rétta hag sinn út á við.

Fjárlfrv. fyrir árið 1938, sem hér liggur fyrir, er byggt á sama grundvelli og fjárlögin fyrir árin 1936 og 1937. Heildargreiðslur eru þó 290 þús. kr. hærri samkv. þessu frv. en gildandi fjárlögum, þar af er um 63 þús. kr. hækkun vegna laga um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla, 45 þús. kr. vegna hækkunar á jarðræktarstyrk, 70 þús. kr. vegna barnafræðslunnar, sem að nokkru leyti stafar af hinum nýju fræðslulögum, og um 50 þús. kr. vegna framlags til lögregluhalds í Reykjavík, sem skylt er að inna af hendi lögum samkvæmt, þegar lögreglunni hefir verið fjölgað, svo sem nú er í ráði. Þá hafa afborganir lána hækkað um 60 þús. kr. Samkvæmt frv. er reiknað með 750 þús. kr. rekstrarhagnaði og gert ráð fyrir, að skuldir ríkissjóðs lækki á árinu um 1 millj. kr., og mætti það teljast mjög góð útkoma, ef því marki yrði náð. Afborganir fastra lána eru hinsvegar taldar um 1,407 millj. kr., og vantar því samkv. frv. um 400 þús. kr. til þess, að þær geti allar orðið inntar af hendi af tekjum ríkissjóðs. — Eins og ég gat um áðan, voru afborganir fastra lána ríkissjóðs um 820 þús. kr. árið 1933, en 1938 er gert ráð fyrir, að þær verði um 1,407 millj. kr., eða nálægt því 600 þús. kr. hærri en þær voru fyrir 5 árum. Þetta er þó ekki vegna skuldaaukningar hjá ríkissjóði, heldur vegna þess, að afborganir af eldri lánum hlaðast nú þungt á; verður varla gert ráð fyrir því, að þeim verði mætt með tekjum ríkissjóðs einum saman, nema þá að úr rætist með aukin viðskipti og auknar tolltekjur, frá því sem nú lítur út fyrir.

Tekjur eru í frv. mjög áætlaðar í samræmi við reynslu undanfarins árs, og verður að telja, að það sé fremur varlegt, en við því verður að búast, að gjöldin fari alltaf fram úr áætlun að einhverju leyti, og byggja nokkrar vonir á, að tekjurnar geri það líka. Ég lít þannig á, að þingið verði að fara mjög gætilega í því að bæta greiðslum í fjárlagafrv. þetta, nema unnt sé að gera það með innbyrðis tilfærslum og lækkun einhverra útgjaldaliða, sem í frv. eru.

Að lokum vil ég leggja áherzlu á það, að áfram verði haldið í þá átt, sem stefnt hefir, að binda sem flest af útgjöldunum við fastar hámarksupphæðir, því að eftir því sem fleira af gjöldunum er þannig bundið, verður afkoma ríkissjóðsins öruggari.

Því hefir óspart verið haldið fram, að fjármálastefna núv. ríkisstj. væri ekki sem heppilegust, og einkum fundið það til foráttu, að útgjöld ríkissjóðsins væru of há. Um það stendur nú engin deila, að ef lækka á útgjöld ríkisins frá því sem nú er, svo að nokkru nemi, þá verður það að vera á kostnað verklegra framkvæmda og þeirra framlaga, sem gengið hafa til atvinnuveganna, því að útgjöldin við sjálfan ríkisreksturinn verða vafalaust ekki mikið færð til lækkunar, hvaða stj. sem færi með völd. Það veldur að vísu örðugleikum fyrir þá, sem fara með þessi mál, að halda uppi ríflegum verklegum framkvæmdum og framlögum til atvinnuveganna, þegar tekjur hins opinbera fara lækkandi, en ég hygg, að það sé leitun á þeim manni, sem heldur því fram í alvöru, að það hefði verið heppilegra þessi 2 síðustu ár, að ríkissjóður hefði dregið stórkostlega úr framlögum sínum og þar með aukið erfiðleika almennings til viðbótar við örðugleika vegna aflabrests, harðinda og markaðsvandræða. Ég held, að það sé erfitt að gera sér grein fyrir því, hve vont ástandið hefði getað orðið, ef niðurskurðarstefnu hv. stjórnarandstæðinga hefði verið fylgt í stað þeirrar stefnu, sem haldið hefir verið af núv. stj. Ég er a. m. k. ekki síður sannfærður um það nú en þegar við undirbjuggum fyrstu fjárlögin, fyrir árið 1935, að við höfum valið þá stefnu í afgreiðslu fjárlaga, sem er hagfelldust fyrir allan almenning í landinu.