26.02.1937
Neðri deild: 10. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í C-deild Alþingistíðinda. (1524)

30. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Í þau tvö skipti. sem frv. samhljóða þessu hefir verið flutt á Alþ., hefi ég mælt gegn því, að það væri samþ., eingöngu frá sjónarmiði ríkissjóðs, sem sé því, að eins og háttað er um afgreiðslu fjárl., þá getur ríkissjóður ekki misst þær tekjur, sem hann hefir haft af útflutningsgjaldinu af sjávarafurðum. Ég mun síður en svo beita mér á móti því, að þetta frv. gengi til n. Þar fær málið athugun, og eitt af því, sem þyrfti að athuga í sambandi við það, er það, hvort nokkur möguleiki er á því að lögbjóða aðra tekjustofna í staðinn fyrir þetta gjald, ef fella ætti það niður, því að eins og ég hefi tekið fram, getur ríkissjóður ekki verið án teknanna af þessu gjaldi, án þess að eitthvað, sem gefur tilsvarandi tekjur, komi í staðinn. (Raddir af þingbekkjum: Þessu frv. ætti að réttu lagi að vísa til fjhn., því að hér er um mikið fjárhagsatriði fyrir ríkissjóð að ræða).