18.03.1937
Neðri deild: 21. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (156)

13. mál, Kreppulánasjóður

*Thor Thors:

Ég ætla aðeins að segja örfá orð. Hv. 6. landsk. vildi halda því fram, að brtt. okkar, sem stöndum að brtt. á þskj. 99, væru frábrugðnar hans till., að því leyti, að við vildum opna sjóðinn að nýju. Ég fæ ekki betur séð en hans till. opni sjóðinn á sama hátt, því að í brtt. á þskj. 70 segir hann, að þessi lán skuli veitt þeim bæjar- og sveitarfélögum, sem hafa ekki fengið fullnægjandi afgreiðslu hjá sjóðnum, og þeim öðrum, sem sækja kynnu um þau síðar. Hann ætlast til, að þessum 400 þús. kr., sem eftir eru af þessari 1½ millj. kr., sem Alþingi ákvað, að varið skyldi til þess að fullnægja bæjar- og sveitarfél., eftir því sem umsóknir berast, verði úthlutað. En munurinn á okkar till. og till. hv. 6. landsk. er sá, að við viljum, að sveitarfélögin gangi fyrir, en hann ætlast til þess, að bæjarfél. hafi sama rétt og sveitirnar hvað þetta snertir. Við teljum það rangt vegna þess, að þessar 400 þús. kr., sem eftir eru, eru eftir af því fé, sem upphaflega var ætlað hreppsfélögunum. Bæjarfél. hafa fengið það, sem þeim var ætlað. Og þótt einhver bæjarfél. þurfi á meira fé að halda en ráðgert var upphaflega, þá finnst okkur ekki rétt að taka það af þessu. Þetta er það, sem greinir á milli. Við viljum láta sveitarfél. ganga fyrir.