17.03.1937
Neðri deild: 20. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 338 í C-deild Alþingistíðinda. (1591)

63. mál, bæjargjöld í Vestmannaeyjum

*Flm. (Jóhann Jósefsson):

Þetta frv. er hér fram borið samkv. ósk bæjarstj. í Vestmannaeyjum og fer fram á það, að framlengd verði um eitt ár núgildandi lagaheimild um vörugjald til bæjarsjóðs þar.

Hv. þdm. eru kunnar frá fyrri þingum þær ástæður, sem liggja til grundvallar fyrir þessu frv., og sé ég ekki ástæðu til að endurtaka þær hér, en vísa aðeins til þeirra. Ég vil svo leyfa mér að óska, að frv. verði vísað til hv. fjhn. að lokinni þessari umr.