20.03.1937
Neðri deild: 23. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 405 í C-deild Alþingistíðinda. (1668)

83. mál, ríkisborgararéttur

*Frsm. (Thor Thors):

Eins og grg. þessa frv. ber með sér, hafa allshn. borizt nokkrar umsóknir frá mönnum um, að þeim sé veittur íslenzkur ríkisborgararéttur. Alþingi hefir áður lýst því, hver skilyrði það ákveður, að uppfylla þurfi, til þess að réttur þessi sé veittur, og er þau að finna í l. nr. 64 frá 1935. N. hefir haldið sér við þessa löggjöf og borið þær umsóknir, er fyrir lágu, saman við hana og eingöngu tekið upp í till. sínar það fólk, sem uppfyllir skilyrði l. að öllu leyti. N. leggur því til, að frv. þetta verði samþ.