02.04.1937
Efri deild: 30. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í B-deild Alþingistíðinda. (167)

13. mál, Kreppulánasjóður

*Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég hefi lagt þann skilning í b-lið þessarar brtt. allshn., að það ætti við jafnvel þó að saman færi læknishérað og sýslan sjálf; það væri ekki umlanskilið, þó að læknishérað næði yfir heila sýslu. Ég vildi vita um það, hvort þessi skilningur væri rangur hjá mér.

Svo var það annað, sem ég vildi minnast á. Mér virðist, að samkv. a-lið brtt. sé gert ráð fyrir, að þeir einir fái þessi fríðindi, sem þar um ræðir, sem ekki hafa fengið lán úr kreppulánasjóði áður. Samkv. því virðast þau sveitarfélög ekki koma til greina í þessu sambandi, sem hafa sótt um lán og fengið nokkra úrlausn, en ekki nægilega. Mér hefði því fundizt heppilegra og eðlilegra að breyta c-lið þannig, að í staðinn fyrir „þeim bæjarfélögum“ komi: þeim bæjar- og sveitarfélögum. Með því skilst mér, að sveitarfélögunum væri einnig fullnægt.