20.03.1937
Neðri deild: 23. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 406 í C-deild Alþingistíðinda. (1671)

83. mál, ríkisborgararéttur

*Héðinn Valdimarsson:

Ég er auðvitað sammála því, að frv. verði samþ.; ég vil ekki fella það fyrir þennan eina mann, þótt ég sé á móti honum og hafi verið það í n., en ég gerði ekki ágreining í n., því að ég ætlaði að láta mér nægja að koma fram með hann hér í hv. þd. Hvað það snertir, að ég sé persónulega á móti þessum manni, þá skal ég geta þess, að ég þekki hann ekki og hefi aldrei orð við hann talað, en ég hefi þessa skoðun, að órétt sé, eins og sakir standa, að veita honum ríkisborgararétt.