20.03.1937
Neðri deild: 23. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 409 í C-deild Alþingistíðinda. (1678)

83. mál, ríkisborgararéttur

*Stefán Jóh. Stefánsson:

Út af ræðu hv. þm. Snæf. vil ég taka það fram, að það er röng ályktun, sem hann dró af orðum mínum. Það er svo um flesta allshnm., að þeir þekkja sáralítið til þeirra umsókna, sem berast, um íslenzkan ríkisborgararétt. Ef þeir vita ekkert sérstakt um mennina, þá fylgja þeir því að sjálfsögðu, að þeir fái réttindin. En ef þeir af persónulegri viðkynningu eða af frásögnum annara vita það gagnstæða um einhvern umsækjanda, þá er eðlilegt, að þeir séu á móti honum.

Um þessa 4 menn, sem í frv. eru, er það sama að segja frá minni hálfu, að ég þekki engan þeirra persónulega, svo að ég get ekki lagt á móti þeim fyrir þá sök, því ég þekki þá ekkert. En ef ég vissi eitthvað um einhvern þessara manna, sem gerði það að verkum að ég teldi hann ekki æskilegan ríkisborgara, þá mundi ég vera á móti því, að beiðni þess manns væri sinnt.