09.04.1937
Efri deild: 35. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í C-deild Alþingistíðinda. (1690)

83. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Eins og nál. ber með sér, hefir allshn. lagt til, að frv. yrði samþ. óbreytt. En samt er nú frá einum nm. komin fram brtt., sem ég skal ekki fjölyrða neitt um, fyrr en mælt hefir verið fyrir henni. En till. a. m. k. meiri hl. n. er sú, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir. En n. mun fyrir 3. umr. koma með brtt. annaðhvort um einn eða tvo, sem óska að fá ríkisborgararétt og eru þeir báðir Íslendingar; annar hefir misst ríkisborgararétt sinn vegna veru sinnar í Ameríku, en hinn er fæddur af íslenzkum foreldrum, en hefir aldrei haft ísl. ríkisborgararétt.