10.04.1937
Efri deild: 36. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í C-deild Alþingistíðinda. (1699)

83. mál, ríkisborgararéttur

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Viðvíkjandi hinu ópantaða vottorði, sem hv. frsm. skýrði hér frá, vil ég segja það, að ég hefi hér skrá yfir þá menn, sem vinna hjá landssímanum. Við sjálfvirku stöðina vinna nú 2 íslenzkir menn, þeir Ólafur Þórðarson og Gissur Erasmusson. Mér hefir skilizt, að nægilega margir sérfræðingar væru fyrir hendi og því ekki nauðsynlegt að fara að taka erlenda menn. Ég hefi byggt mína till. á því, að það sé óþarfi t. d. að binda þennan mann hér um aldur og æfi, þótt hann hafi komið hingað til að setja stöðina upp, og mér er sagt, að hann sé enginn sérfræðingur.

Um það sem hér um ræðir, var enginn ágreiningur í n., og er ég í því sammála frsm. Ég hefi ekki orðið var við, að nokkrum sé það á móti skapi, að Vestur-Íslendingar fái að flytja til Íslands aftur.