31.03.1937
Neðri deild: 28. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 435 í C-deild Alþingistíðinda. (1730)

84. mál, sala mjólkur og rjóma o. fl.

*Pétur Ottesen:

Eftir því að dæma, sem hv. 2. þm. N.-M. sagði hér, þá ætti hann ekki mikið að fara út yfir þau takmörk, að túlka sína eigin hugsun, og ekki leggja öðrum orð í munn. Það, sem hv. þm. Mýr. sagði, var, að menn á þessum svæðum þyldu almennt ekki lækkun á mjólkurverði. Þetta voru hans eigin orð. Þó hann hefði dregið fram þessi dæmi þarna, þá var það lítið í þessu sambandi. Það voru þessi orð hv. þm. um hið almenna ástand, sem ég vék að og ég hefi alls ekki slitið þau úr samhengi. Ég held, að ég hefi dregið af þeim réttar afleiðingar. Það er einmitt það, sem hv. 2. þm. N.-M. flaskar á, að draga réttar afleiðingar. Honum hefir orðið það að fótakefli hér eins og svo oft áður.