02.04.1937
Neðri deild: 29. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í C-deild Alþingistíðinda. (1767)

88. mál, atvinna við siglingar

*Bjarni Ásgeirsson:

Ég hafði ekki hugsað mér að blanda mér í þessar um., en það voru aðeins nokkur orð út af ummælum, sem féllu um mótorskipið Laxfoss. Ég sé satt að segja ekki, hvað þetta skip kemur þessu máli við. Það er að vísu hægt að færa rök fyrir því, að þessi l. hafa í för með sér aukin útgjöld fyrir þetta skip, en að vísu ekki neitt frekar en mörg önnur skip, sem líkt stendur á um. [Eyða í handr.]. Annars veit ég ekki, hvaðan hv. 3. landsk. hefir þetta. Ég held, að allir séu sammála um, að þetta sé ágætt sjóskip. En það hafa komið fram veilur í vél skipsins, sem verið er að bæta úr. Þó hefir þetta ekki komið að sök. Ég get fullyrt, þó að mér sé ókunnugt um, hve mikill sjógarpur hv. 3. landsk. er, að honum væri skipið fyllilega samboðið, hvort sem hann væri þar 3., 4. eða 5. stýrimaður.