02.04.1937
Neðri deild: 29. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 508 í C-deild Alþingistíðinda. (1769)

88. mál, atvinna við siglingar

*Páll Þorbjörnsson:

Hv. þm. Mýr. stóð upp til að mótmæla því, að þetta frv. stæði í nokkru sambandi við mótorskipið Laxfoss, en svo fór hann þó að tala um þau óþörfu útgjöld, sem þessu skipi eru nú lögð á herðar. Hver eru þau? Síðan I. voru samþ. hafa tveir stýrimenn verið á því skipi. — Hv. þm. vildi gera lítið úr minni siglingaþekkingu, en ég get upplýst hann um það, að ég hefi mína vitneskju um þetta mál frá dómbærari mönnum en honum. Annars þarf ekki mikla þekkingu til að sjá, að full þörf er á 2 stýrimönnum á Laxfossi. Skipið er svo mikið í ferðum, sérstaklega sumarmánuðina, að starfið er allt of mikið fyrir einn mann. Skipið hefir mikla farþegaflutninga, og er mikið starf við afgreiðslu farmiða og allt eftirlit um borð. Jafnvel þó að l. ákvæðu að hafa aðeins í stýrimann, yrði eftir sem áður af þessum ástæðum að hafa þá 2.

Hv. þm. Mýr. spurði, hvaðan ég hefði þá vizku, sem gerði mér fært að viðhafa þau ummæli, sem ég hafði. Ég hefi mína vizku frá góðum heimildum. Ég vil jafnframt nota tækifærið til að spyrja hæstv. fjmrh., hvort ekki sé til skýrsla manna, sem tilnefndir voru af hæstv. fjmrh. sjálfum, skýrsla, sem sýnir, að af þeim skipum, er sigla hér við land, er ekkert eins gallað og þetta. Annars kemur kaldhæðni örlaganna vel fram í sambandi við þetta skip. Framsfl. hafði falið Pálma Loftssyni að kaupa skipið, en þá reis upp maður úr Sjálstfl. og réðst ákaft á þetta, og var að lokum Gísla Jónssyni falið að sjá um byggingu þess. Það verður að teljast kaldhæðni örlaganna, að Framsfl. fer nú að slá skjaldborg utan um Gísla Jónsson og verk hans.