02.04.1937
Neðri deild: 29. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 525 í C-deild Alþingistíðinda. (1786)

89. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

*Jón Pálmason:

Hv. 6. landsk., sem hér talaði síðast, vék til mín fyrirspurn. Hann talaði um, að sér fyndist lítill munur á því, að leggja toll á útflutningsvörur, eins og hér er farið fram á, og leggja útsvar á framleiðanda vörunnar, og vék hann því til mín, hvaða munur væri á þessu. Það er stór munur, eðlismunur, sem er sprottinn af því, að útsvörin eru lögð á eftir efnum og ástæðum og lögð á alla, hvort sem þeir framleiða einhverja vöru eða ekki. Þetta kemur því harðara niður, ef um hallarekstur er að ræða, að leggja toll á útflutta vöru.

Fleira þarf ég svo ekki að svara hv. þm., en ég vænti þess, að allir skilji, að hér er mikill munur, svo mikill, að enginn þm. ætti að leyfa sér að að fara fram á að leggja skatt á útfluttar vörur.