16.04.1937
Neðri deild: 40. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 689 í C-deild Alþingistíðinda. (1967)

109. mál, viðreisn sjávarútvegsins

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Hæstv. forseti, góðir hlustendur!

Ég tek hér til máls í tilefni af yfirlýsingu hæstv. atvrmh., Haralds Guðmundssonar, er hann gaf mér á ráðherrafundi í gær. Þegar til átaka kom milli stjórnarflokkanna um Kveldúlfsmálið, lét Alþýðublaðið ummæli falla, sem hægt var að ráða af, hvert stefndi, og því mun fáum hafa komið á óvart þessi yfirlýsing. Alþfl. og Framsfl. gerðu með sér opinberan málefnasamning, er þeir tók u við ríkisstj. sumarið 1934. Upp í þann samning voru tekin þau mál, er Framsfl. hét fyrir síðustu kosningar að vinna að, og auk þess ýmsir liðir úr svonefndri fjögra ára áætlun Alþfl., en aðeins þó þeir liðir, er fólu í sér umbótamál, er Framsfl. sem aðrir umbótaflokkar taldi sér ljúft að vinna að. Á þessum grundvelli telur Framsfl. samvinnu sína við Alþfl. eiga að byggjast.

Frá sjónarmiði Framsfl. hafa jafnaðarmenn tvennskonar starfssvið. Í fyrsta lagi umbótamál, sem þeir geta unnið að með umbótaflokkum, og í öðru lagi sérstefnu sína, þjóðnýtingarstefnuna. Þeirri stefnu geta þeir ekki vænzt að koma á nema þeir vinni meiri hl. kjósenda. Þannig hafa jafnaðarmenn á Norðurlöndum og Englandi litið á afstöðu sína. Þar hefir serstefna þeirra ekki komið til framkvæmda. Við framsóknarmenn lítum svo á, að ef samvinna á að geta tekizt milli þessara tveggja flokka hér á landi, verði þar að hlíta sömu reglum. Í skýrslu hæstv. atvmrh. kom það í ljós, að samvinnu flokkanna hefir snúizt um þessi umbótamál, en ekki sérstefnu jafnaðarmanna. Hæstv. atvmrh. benti á, að ástandið hefði batnað nokkuð í sveitunum, en þetta hefði aftur á móti ekki orðið við sjávarsíðuna. Hann kvað Alþfl. vilja leggja alla áherzlu á að bæta úr þessu ástandi, en taldi Famsfl. ekki sýna skilning á þeirri þörf. Framsfl. er þó fús til að vinna að umbótum á þessu sviði, þó að hann vilji sýna fulla atorku um lausn á vandamálum landbúnaðarins, sem enn eru að miklu leyti óleyst, þó að nokkuð hafi á unnizt. Um þau mál, er Alþl. gerir ágreining út af, hafa nú aðeins farið fram lauslegar umr. milli flokkanna. T. d. hefir ekki verið minnzt á frv. um iðnlánasjóð við Framsfl. fyrr en svo seint, að ljóst var að til þingrofs myndi koma. Eins er um frv. til l. um endurbætur á alþýðutryggingunum. Það frv. fékk Framsfl. ekki að sjá fyrr en ljóst var, að til stjórnarskipta kæmi, og heldu þá framsóknarmenn því fram, að það ætti að bíða. Um frv. til breytinga á landsbankal. er sama að segja, og frv. um skiptameðferð á Kveldúlfi var lagt fram án þess að tilkynnt væri um það áður. En framsóknarmenn vilja skipa milliþn. í þessu máli, til að rannsaka það og undirbúa. Framsfl. hefir alltaf verið búinn til að semja um eitt atriði í till. þeim, sem fram hafa komið til styrktar sjávarútveginum, niðurfellingu útflutningsgjaldsins. Ágreiningurinn er því einungis um hin stórkostlegu þjóðnýtingarmál Aþfl. og eins að nokkru leyti um fjármálin, og svo um Kveldúlfsmálið. Með tilliti til hinna stórkostlegu þjóðnýtingarmála, sem á að fara að framkvæma með till. Alþfl., er gengið út af samningsgrundvelli flokkanna. Alþfl. hefir tekið upp þá nýju aðferð að krefjast þess af Framsfl., að sérmál hans verði tekin til framkvæmda. En af afstöðu Framsóknar ætti Alþfl. að vita það, að Framsfl. gengur ekki inn á framkvæmd mála, er eingöngu tilheyra sérstefnu Alþfl. Og ef Alþfl. ber fram kröfu um þetta á þingi, hlýtur hann að gera sér ljóst, að það leiðir til samningaslita. Í samstarfi við venjulega umbótaflokka getur alþfl. ekki vænzt að komast lengra en stefna þeirra flokka leyfir. Þetta hefir verið regla allra jafnaðarmannaflokka undanfarin ár. Hér verður að gilda sama regla.

Alþfl. verður að taka ákvörðun um, hvenær hann vili slíta samvinnunni. Ég mun út af ummælum hæstv. atvmrh., er hann viðhafði í lok ræðu sinnar, taka til athugunar þau viðhorf, er við þetta hafa skapazt á Alþingi. Að því loknu mun ég svara yfirlýsingunni. En ég segi við ykkur, góðir flokksmenn, framsóknarmenn úti um land allt: verið viðbúnir kosningunum. Fylkið ykkur saman undir merki Framsfl. og stefnu þeirrar, er flokksþing hans markaði í vetur.