08.04.1937
Neðri deild: 33. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 693 í C-deild Alþingistíðinda. (1977)

111. mál, alþýðutryggingar

*Páll Þorbjörnsson:

Ég get tekið undir það, sem hv. 1. landsk. sagði um frv., en það hefir inni að halda þær breyt., sem sósíalistar vilja, og ég lyst við því, ef það er athugað, að lengra sé ekki hægt að fara. Það hefir sýnt sig, að öryggi manna hefir batnað mikið, síðan lögin gengu í gildi. Áður fengu foreldrar 300 kr. fyrir einhleypinga, sem fellu frá, og má segja, að þeir hafi fallið óbættir. Nú er í mörgum tilfellum mjög erfitt að sjá, að hve miklu leyti foreldrar hafi haft þessa einhleypinga á framfæri sinu, því að stundum er það svo, að t. d. sonur, sem er talinn vera á framfæri foreldra sinna, er raunverulega fyrirvinna þeirra, þótt ekki sé getið um það í opinberum skýrslum. Skv. 4. gr. er gert ráð fyrir 1500 kr. bótum við dauðsfall. Það getur ekki numið mikilli fjárhæð á ári, sem þessi mismunur er í heild, en það munar miklu fyrir einstaka menn. En þótt foreldri hafi ekki notið stuðnings hins látna, þá verður ekki hægt að ganga út frá því, að hann hafi ekki haft hann á framfæri sínu.

Ekkja, sem hefir misst mann sinn í sjóinn, gefst ekki kostur að fá 1500 kr. bætur, og því standa hjón miklu betur að vígi, þótt þau missi son sinn. Það væri ástæða til að athuga það sérstaklega, og vildi ég að lokum mælast til þess, að sú hv. n., sem fær þetta til meðferðar, athugaði það.