10.04.1937
Neðri deild: 35. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í C-deild Alþingistíðinda. (2000)

126. mál, húsmæðrakennaraskóli og húsmæðraskóli í Reykjavík

Finnur Jónsson:

Af hálfu löggjafarvaldsins hefir húsmæðrafræðslunni ekki verið sýndur sá somi sem skyldi. Fyrir þessu þingi liggur nú annað frv. um húsmæðrafræðslu í sveitum. Ef settur yrði upp skóli hér í Reykjavík, þá væri eftir að sjá um húsmæðrafræðsluna í öðrum kaupstöðum landsins. Ég vil skjóta því til hv. menntmn., hvort ekki væri ástæða til að taka til athugunar, að sett yrði heildarlöggjöf um húsmæðrafræðslu í öðrum kaupstöðum landsins.