17.04.1937
Efri deild: 43. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 777 í C-deild Alþingistíðinda. (2107)

69. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

Forseti (EÁrna):

Út af ummælum hv. 1. þm. Skagf. vil ég geta þess, að það er rétt, sem hann sagði. Ég ýtti undir n. að skila áliti. En þegar nál. kom, var n. klofin og greindi allmjög á um afgreiðslu málsins. Þar sem mjög var liðið á þingtímann, er nál. kom, og hinsvegar var víst, að miklar umr. mundu verða um þetta umdeilda mál, þá sá ég ekki, að það hefði þýðingu að taka málið á dagskrá; það mundi aldrei geta fengið afgreiðslu nú. Fyrir þinginu liggja líka mörg fleiri mál, sem líkt er ástatt um og þetta.