09.04.1937
Efri deild: 35. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 778 í C-deild Alþingistíðinda. (2114)

71. mál, búfjársjúkdómar

*Þorsteinn Þorsteinsson:

Þegar þetta frv. var til 1. umr., átti ég tal við hv. flm. um það, að n. verði á því nokkrar breyt. En ég sé nú, að þetta hefir alveg brugðizt, og ég býst við, að, ég flytji brtt. við 3. umr. Með frv., eins og það er, þykir mér vera hrúgað of miklum störfum á hreppstjóra landsins, sem er þessi skýrslusöfnun, og þeir fá þó ekkert fyrir það. Það er öllum vitanlegt, að hreppstjóralaunin eru smánarlega lítil, þar sem hreppstjórar í stórum sveitum fá ekki nema 80 kr. og alltaf er verið að hlaða á þá ýmsum aukastörfum. — 2. gr. frv. gerir ráð fyrir, að dýralæknum sé skylt að ferðast um læknisumdæmi sitt. Hvort þeir eiga að koma á hvern bæ eða hverja sveit, er mér ókunnugt um, en fyrir þetta er þeim ætlað sem ferðakostnaður 500 kr. En ég álít það betra, að þeim verði greiddur kostnaður eftir reikningi.

Ég mun flytja brtt. við þetta frv. við 3. umr. Ég vildi aðeins taka þetta fram, áður en atkvgr. fer fram.