10.04.1937
Efri deild: 36. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 782 í C-deild Alþingistíðinda. (2127)

71. mál, búfjársjúkdómar

*Frsm. (Páll Hermannsson):

Það hefir eðlilega ekki unnizt tími til þess að bera þessar brtt. undir landbn., þar sem þeim var útbýtt á þessum fundi. Ég get því vitanlega ekkert um þær sagt fyrir n. hönd. Ég get hinsvegar lýst því yfir, að ég mun sjálfur fylgja 3 síðari liðunum; ég álít, að 2. liður sé till bóta, 4. liður sömuleiðis og 3. liður saki ekkert. Ég gekk út frá því, að þarna verði ekki um neinn kostnað að ræða. Hinsvegar mun ég greiða atkv. á móti 1. lið, sem er um þá þóknun, sem dýralæknar fái fyrir sitt starf, ekki af því að það geti ekki vel verið, að það sé allt eins sanngjarnt að ráða fram úr þessu máli á þann hátt og till. gerir ráð fyrir, heldur vegna þess, að ég hygg, að það hafi orðið einskonar viðtal um það við dýralæknana, að þetta skyldi verða svona í frv., og þar sem ég geng út frá því, að ef þeir leysi þetta verk vel af hendi, þá muni það hafa í för með sér fyrirhöfn og tilkostnað, sem muni verða upp á 500 kr., og þar sem þessir embættismenn munn vera frekar lágt launaðir, þá mun ég sjálfur greiða atkv. á móti 1. lið þessarar brtt.