20.03.1937
Efri deild: 24. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 784 í C-deild Alþingistíðinda. (2141)

76. mál, Kreppulánasjóður

*Jón Auðunn Jónsson:

Ég sé, að í þessu frv. er gert ráð fyrir framkvæmdarstjóra fyrir sjóðinn auk stj. Ég hélt satt að segja, að það þyrfti ekki sérstakan framkvæmdarstjóra fyrir sjóðinn og það starf, sem þarf að vinna, sem er eingöngu skrifstofustarf; ég hélt, að það yrði unnið af starfsmönnum Búnaðarbankans. — Ég vil aðeins benda á þetta, áður en málið fer til n., og ég vænti þess, að n. athugi, hvort hér er þörf á sérstökum framkvæmdarstjóra, sem fengi sennilega nokkuð há laun, til þess að annast þessa afgreiðslu, þar sem búið er að veita lánin og ekki er annað að gera en innheimta vexti og afborganir.