24.03.1937
Efri deild: 27. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 797 í C-deild Alþingistíðinda. (2168)

96. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Eins og hv. dm. er kunnugt, liggur fyrir Nd. frv. til staðfestingar á bráðabirgðal. þeim, er gefin voru út um breyt. á stj. síldarverksmiðjanna. — Hv. síðasti ræðumaður gat þess, að þessi l. hafi verið sett með samþykki flokks hans. Hinsvegar kvað hann það síðar hafa komið í ljós, að rétt væri að setja fyllri ákvæði um þetta efni en í bráðabirgðal. er gert. Og mér skilst, að frv. hans og þeirra þm. Eyf. eigi að koma í staðinn fyrir bráðabirgðalögin.

Það mun enginn ráðh. kippa sér upp við það, þótt nokkrar breytingar séu gerðar á bráðabirgðal., er hann hefir gefið út, en þessar breyt. eru svo stórrægilegar, að ég verð að taka sérstaklega til athugunar, á hvern hátt ég tel rétt að svara því, ef að l. verða.

Hv. frsm. sagði, að tvennskonar tilgangur væri með frv. þessu, að með því ætti að tryggja tvö meginatriði: annarsvegar aukna tiltrú viðskiptamanna við fyrirtækið, en hinsvegar, að komið yrði í veg fyrir, að pólitískir hagsmunir yrðu of mjög ráðandi um stj. verksmiðjanna. Mér skildist stj. verksmiðjanna vera svo pólitísk, að á Siglufirði gætti nú tortryggni gagnvart henni hjá því fólki, sem ekki fylgir Alþfl.

Ég ber ekki brigður á orð hv. þm., um að þetta sé tilgangur þeirra hv. flm. En ef svo er, hefir þeim mistekizt herfilega með frv. Frv. gerir ráð fyrir, að verksmiðjustj. verði margbrotnari en nú er. Fyrst komi 12 manna ráð, svo 3 manna stjórn, svo 2 framkvæmdarstjórar. Ég hefi stundum heyrt úr þessum herbúðum, að sum opinber fyrirtæki væru of viðamikil og seinvirk, en það virðist ekki sem hv. flm. vilji forðast það í þessu tilfelli. Svo á að tryggja það, að stj. verksmiðjanna verði ekki pólitísk, með því að Alþingi, sem er pólitískasta stofnun landsins, velji 9 menn í ráðið. Hv. þm. gerði þó sjálfur ráð fyrir, að þetta yrðu pólitískir menn. En til þess að hin pólitísku sjónarmið yrðu ekki alveg yfirgnæfandi, eiga Fiskifélagið, Alþýðusambandið og Sís að tilnefna sinn manninn hvert. Hann var þó sannfærður um, að þessar stofnanir mundu líka tilnefna mennina pólitískt. Það á því að gera stj. verksmiðjanna ópólitíska með því, að pólitísku flokkarnir á Alþingi kjósi 9, en stofnanir, sem hann er ekki í vafa um, að kjósi pólitískt, tilnefni hina 3. Þetta á nú að vera trygging þess, að stjórnin verði ekki pólitísk. Hafi þetta verið tilgangur hv. flm., þá hefir þeim misheppnazt hrapallega.

Annars er það óskiljanlegt um eina af þessum stofnunum, Sís, hversvegna hún á að tilnefna mann í þetta ráð. Ég veit ekki til, að Sambandið hafi selt síldarafurðir eða fengizt við síldarútgerð eða síldarvinnslu, nema að það hafi lítilsháttar selt síld til niðursuðu.

Hinsvegar eiga útgerðarmenn, sem eiga allra manna mest undir því komið, að stj. verksmiðja þessara takist vel, ekki að tilnefna nema einu mann, og sama er að segja um verkamenn og sjómenn. Ef Sís á að tilnefna þarna mann, þá gæti Búnaðarfélagið eins átt heimtingu á því eða verzlunarráðið, og hver veit, nema Bændaflokkurinn gæti þá einnig fengið einn fulltrúa, svo að hv. 10. landsk. yrði fullnægt.

Ef menn telja, að það muni sérstaklega valda pólitískri hlutdrægni,að ráðh. skipi stj. verksmiðjanna, þá væri eina leiðin til að bæta úr því að, að verkamenn, útgerðarmenn og sjómenn skipuðu hana. En ég álít þessa röksemd fjarstæðu. Allir vita, að kosningar í Sþ. verða miklu pólitískari en útnefningar ráðh. Ráðh., sem hefir á sér mikla álbyrgð, hlýtur að gæta meira varúðar en gætt er við hlutfallskosningar á Alþingi. Með þessari skipunaraðferð er gerður leikur að því að skapa eld og óróa kringum fyrirtækin, og gæti það jafnvel komið þeim á kné.

Í frv., l. gr. a, segir: „Yfirstjórn síldarverksmiðja ríkisins er í höndum verksmiðjuráðs og ráðherra þess, er fer með útvegsmál“. En ég sé annars ekki, að frv. geri ráð fyrir, að ráðh. geti haft nokkur afskipti af fyrirtækjunum. Hann má velja einn mann af þeim, sem hinir eru áður búnir að kjósa, til að vera formaður í stj. verksmiðjanna. Og það er fjmrh., en ekki atvmrh., sem á að ákveða verðið á hráefninu, ef til ágreinings kemur. Ég vil í allri góðsemi stinga upp á því við hv. flm., að þeir ákveði jafnframt nafn þess ráðh., er þeir vilja, að hafi þetta með höndum, því að það virðist helzt vaka fyrir þeim.

Um það verður ekki deilt, að þetta frv. er ekki til bóta frá sjónarmiði þeirra, er koma vilja í veg fyrir, að pólitík verði ráðandi um stj. verksmiðjanna. Með fyrirkomulagi frv. myndi flokkastreitan verða þar enn skarpari en nú.

Um það, hvort réttara sé að hafa einn eða tvo framkvæmdarstjóra, skal ég játa, að það væri vert að ræða.

Ég skal ekki setja mig á móti því, að frv. fari til n., og þá væntanlega sjútvn. En ég er frv. mótfallinn. Hér er um svo stórvægilega breyt. að ræða frá því, er bráðabirgðal. voru sett síðastl. vor, að það þarf að taka til athugunar, hvernig svara eigi því, ef þetta frv. skyldi verða að lögum.