05.04.1937
Efri deild: 32. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 822 í C-deild Alþingistíðinda. (2183)

96. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Frsm. minni hl. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Út af þeim orðum hv. 1. þm. Eyf., að ég hafi leitt umr. inn á bið almenna svið, sem þær eru komnar nú, vil ég taka það fram, að það var ekki ég, sem gerði það, heldur flokksbróðir þessa hv. þm., hv. 2. þm. S.-M., og hann gerði það þegar í fyrstu ræðu sinni. — Annars á ég svo að skila því frá hæstv atvmrh., sem nú er lasinn, að hann biður hæsv. forseta að fresta umr. um mál þetta nú, a. m. k. til morguns.