07.04.1937
Efri deild: 33. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 825 í C-deild Alþingistíðinda. (2189)

96. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Bernharð Stefánsson:

Ég var kallaður í síma meðan hæstv. atvmrh. flutti sína ræðu, svo að ég heyrði ekki nema lítið eitt af henni, og því, sem ég heyrði, sé ég ekki ástæðu til að svara miklu, enda tók sessunautur minn, hv. 2. þm. S.-M. af mér ómakið að mestu leyti. Hæstv. atvmrh. vek að því, svo að ég heyrði, að ekki hefðu verið ráðnir nema 2 fastir starfsmenn við verksmiðjurnar, síðan skipt var um stjórn, svo að ekki gæti verið mikil óánægja um mannahald. Þetta kom einnig fram við fyrri umr. hjá hv. 4. þm. Reykv. Þetta mun vera rétt. En margir menn á Siglufirði líta svo á, að alþýðuflokksmenn gangi fyrir um lausavinnu við verksmiðjurnar, og er það ekki lítið atriði. Hvort þetta er á rökum byggt, get ég ekki fullyrt neitt um, en hitt fullyrði ég, að tortryggni er fyrir hendi þar, og annað hefi ég aldrei sagt.

Hæstv. ráðh. gerði lítið úr því fyrirkomulagi, sem við stingum upp á í frv., en fyrir því gerði ég grein við 1. umr. Hann taldi rétt, að ef við vildum breyta til, þá ættum við að koma með breyt., sem gengu út á beinar kosningar meðal sjómanna og verkamanna í landi, og ég tel vist, að hafa yrði útgerðarmenn með. Má vera, að það væri heppilegt form á því. Ég er fús til að athuga það, en álít, að ekki verði fundið ráð form á slíku, sem talizt geti heppilegt. Ég álít þm. vera fulltrúa þjóðarinnar yfirleitt, og þá eins verkamanna, sjómanna og útgerðarmanna, og að óhætt sé að trúa Alþingi fyrir að kjósa fyrir hönd þessara manna. Hinsvegar verður að varast, að pólitísk sjónarmið séu yfirgnæfandi í stjórn verksmiðjanna, og því höfum við lagt til, að skipað verði 12 manna verksmiðjuráð, 9 kosnir af Alþingi með hlutfallskosningu, en 3 tilnefndir af öðrum aðiljum. Hlutverk þess á að vera ekki einasta að koma út úr Alþ. ágreiningsmálum, sem upp kynnu að koma innan verksmiðjustjórnarinnar, heldur líka að hafa þarna stj. með allmörgum fulltrúum þeirra manna, sem hlut eiga að máli, til þess að ræða um ýms viðfangsefni þessara stóru fyrirtækja og heppilegustu leiðir í þeim efnum, — stofnun, sem mundi hafa svipað hlutverk og svipað vald eins og hluthafar mundu hafa, ef verksmiðjurnar væru hlutafélagsfyrirtæki, eða félagsmenn í hvaða félagi sem væri, sem átti þær.

Hv. 4. landsk. fór að ávíta mig fyrir það, að ég hefði talað almennt um málið við fyrri umr. Ég hugsa, að ég hafi ekki gert það úr hófi fram og alls ekki innleitt þær umr., heldur var það hv. 4. þm. Reykv., flokksbróðir hans. (SÁÓ: Þetta er rangt). Já ég segi nú eins og einu sinni var sagt á Alþ. Ég tek engar leiðréttingar til greina. — Hann sagði, að það hefði verið eins og bylur hefði dottið af húsi, þegar skipt var um stj. síldarverksmiðjanna. Það er alveg rétt, að ástandið í stj. verksmiðjanna batnaði, eftir að skipt var um. Og í þeirri von, að svo yrði, var það, að Framsfl. fellst á það, að ef það sýndi sig eftir þinglausnir, að ástandið í verksmiðjustj. yrði alveg óviðunandi, þá yrðu slíkar ráðstafanir gerðar. En það er engin sönnun fyrir því, að það fyrirkomulag sé svo fullkomið sem æskilegast væri, svo að ekki verði um það bætt, þó að núverandi fyrirkomulag á þessu sé kannske til bóta frá öðru verra.

Að það séu ekki nema 2 persónur óánægðar með þetta fyrirkomulag í skipun síldarverksmiðjustj., eins og hv. 4. landsk. sagði, er náttúrlega fjarstæða. Það liggja skýrar sannanir fyrir, að svo er ekki. Ég vil benda hv. þm. á það, að flokksþing framsóknarmanna, þar sem sátu um 300 manns og háð var fyrir ekki löngu, eða í febr. síðastl., gerði samþykkt þann veg, að breytt yrði til í þessu efni. Þingmálafundur var og haldinn á Siglufirði í vetur, þar sem till. kom fram um að fella bráðabirgðal. um þetta frá síðasta vori. Sú till. kom frá sjálfstæðismönnum. Það er að vísu rétt, að þessi till. var felld með yfirgnæfandi atkvæðamun. En bæði var það, að framsóknarmenn yfirleitt sáu ekki ástæðu til þess að samþ. slíka till., af því að hún orðaði ekkert um það, hvað ætti að koma í staðinn. Auk þess var það þannig á fundinum, eins og oft er á fundum í bæjum, að alþýðuflokksmenn og kommúnistar þæfðu málin og heldu ræður langt fram á nótt, þannig að fjöldi manna var farinn af fundinum, þegar til atkvr. kom, svo að ég held, að ekki sé mikið að marka þá atkvgr. Till. fékk 9 atkv., og tók ég eftir, að 2 framsóknarflokksmenn voru með henni. Og það vita allir, að sjálfstæðismenn á Siglufirði eru fleiri en 7. En eins og ég sagði, voru flestir farnir af fundi, er atvgr. fór fram, og þar á meðal annar tillögumaðurinn. En ég var á öðrum fundi kvöldið áður, þar sem þetta mál var líka rætt, sem var flokksfundur Framsfl., þar sem samþ. var að krefjast breyt. n bráðabirgðal. í svipaða átt og hér er farið fram á. Sú till. var samþ. með 70 atkv. Það þýðir því ekki að segja, að allir séu ánægðir með þessa skipun verksmiðjustj., nema þessir 9 menn.

Hv. 4. landsk. taldi það ákaflega undarlegt, að við flm., sem erum framsóknarflokksmenn. vildum koma sjálfstæðisflokksmönnum í stjórn verksmiðjanna. Ég álít nú, að þetta sé ekkert undarlegt. við þm. Eyf. höfum jafnan í öllum málum viljað haga svo til, að fullrar sanngirni væri gætt. Og ég hygg, að það geti ekki orkað tvímælis, að fyllsta sanngirni sé í því, að Sjálfstfl., eins mikið vald og hann er í þjóðfélaginu, eigi fulltrúa í stj. þessa stóra ríkisfyrirtækis, og þá sérstaklega þegar litið er til þess, að langflestir hinna stærri útgerðarmanna eru Sjálfstæðisflokksmenn. Og þeir treysta að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokksmönnum betur heldur en ráðh. af andstöðufl. síns fl. til að velja fulltrúa í verksmiðjustj. fyrir sína hönd.

Ég vil alveg mótmæla því, sem hv. 4. landsk. sagði, að það væri brigðun frá Framsfl., að við 2 þm. úr þeim fl. höfum nú flutt þetta frv. Því hefir verið lýst yfir af mér og líka af hv. 2. þm. S.-M., að það væri með samþykki Framsfl., að ráðh. gaf út þessi bráðabirgðal., þ. e. a. s. fl. hafði samþ. það, að ef þeir atburðir kæmu fyrir eftir þinglausnir, sem gerðu það nauðsynlegt, þá yrðu þessi bráðabirgðal. gefin út. Framsfl. mun því fyrir sitt leyti algerlega kvitta ráðh. af því að gefa bráðabirgðal. út. En ég veit ekki til, að Framsfl. hafi nokkurn tíma gefið loforð um það, að slík bráðabirgðal. ættu að standa til eilífðar. Það eina, sem e. t. v. mætti finna að við Framsfl. í þessu efni, er það, að bera ekki þessar till. fram sem brtt. við bráðabirgðal. sjálf heldur en að bera þær fram sem sérstakt frv. Ég skal játa, að það er aðferi, sem venjulegri er, að því er til bráðabirgðal. kemur, því að það er ákaflega algengt að breyta bráðabirgðal. En bráðabirgðal. voru nú lögð fyrir þá þd., sem við þm. Eyf. eigum ekki sæti í, og við áttum þess engan kost að gera brtt. við þau, fyrr en þau kæmu hingað til þessarar hv. d. Og tíminn leið þannig, að bráðabirgðal. þokuðust ekkert áfram í Nd., og þess vegna bárum við þetta frv. fram. Ég sé ekki, að það sé annað en formsatriði, ef farið verður að hreyfa við þeim l., hvor leiðin er farin. Þessi 2 frv. hljóta að mætast einhversstaðar í þinginu. Sé ég þá ekkert á móti því, að því verði hagað svo til, þegar þetta frv. t. d. kemur til Nd., að það verði þá tekið upp sem brtt. við bráðabirgðal. En ef það yrði gert, þá teldi ég allar ákúrur í þessu efni niður fullnar, því að er tel, hvað sem öðru líður, fyllsta rétt vera til þess að hreyfa bráðabirgðal., eftir því, sem meiri hl. Alþ. telur heppilegt. Ráðh. verður ekki víttur fyrir Framsfl. hönd fyrir að gefa bráðabirgðal. út. Þar með er það sannað, að sú athöfn er í alla staði þingræðisleg. (PM: Nei). En ég tel ekki heldur, að hæstv. atvmrh. og sá fl., sem hann styður, hafi yfir neinn að kvarta, þó að við 2 úr Framsfl. flytjum till. um þetta mál eftir okkar skoðun á því.