16.02.1937
Efri deild: 2. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í B-deild Alþingistíðinda. (22)

Kosning fastanefnda

*Jónas Jónsson:

Þetta hefir stundum komið fyrir áður, að fjölgað hefir verið í n., en það er í raun og veru engin ástæða til þess fyrr en séð er, að þessar n. hafi sérstaklega mikið að gera. Og þar sem sá hv. þm., sem talaði, er í svo náinni samvinnu við Sjálfstfl., þá sýnist eðlilegast, að þar sé kosningabandalag á milli, og á þann hátt geti hv. þm. komizt í n. með þeim raunverulega stuðningi, sem hann hefir. Vil ég benda hv. 1. þm. Skagf., sem nú hefir kvatt sér hljóðs, á, að það liggur fyrir vitnisburður frá formanni Sjálfstfl. um það, að hans flokkur beri ábyrgð á því, að þessi nýi flokkur er til. Þess vegna er ekki ástæða til þess að fjölga í n., því hv. 1. þm. Skagf. getur alveg eins óskað eftir því, að hans flokkur fengi fleiri menn í n. af einhverjum ástæðum, sem hann getur rökstutt. Ég álít því, að ekki eigi að fjölga í þessum n. nú, því að það getur alltaf komið til greina seinna, ef stór mál koma fyrir, en aðrar ástæður sýnast ekki nú liggja fyrir hendi.