10.04.1937
Efri deild: 36. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 837 í C-deild Alþingistíðinda. (2200)

96. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Frsm. minni hl. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég vil segja hv. 2. þm. Rang., að hann hefir enga skoðun gefið mér í þessu máli. Ég hefi haft og mun hafa mína skoðun, hvað sem hans orðum liður.

Hv. þm. gat ekki hrakið það, sem ég sagði, að það er ekki hagt að búast við, að sjálfstæðismenn yfirleitt vilji stuðla að því, að ríkisrekstur beri sig. Það er ekki hægt að búast við, að úr flokki, sem hefir það á stefnuskrá sinni að styðja hina frjálsu samkeppni, komi menn, sem vilja gera allt sitt til, að fyrirtæki, sem ríkið hefir með höndum, beri sig. Hv. þm. vildi gera lítið úr kunnáttu þeirra manna, sem nú hafa verið við þessi störf. En ég skal bæta því við um Þórarinn Egilsson, að sá maður hefir, frá því hann kom til vits og ára, alltaf verið við verzlun og útgerð og ætti því að vera vel undir það búinn að stjórna svona fyrirtæki, að því er þekkingu snertir. Að vísu hefir hann ekki fengizt við síldarútgerð. En ég hygg að aðalstörf stj. verksmiðjanna séu að ráðstafa afurðum verksmiðjanna. Og ég hygg, að Þórarinn Egilsson hafi fullkomið meðalmannsvit á verzlun með þessar vörur, sem verksmiðjurnar framleiða. — Um fulltrúa Framsfl. í verksmiðjustj. er það að segja, að frá því fyrsta hefi ég heyrt, að hann þykir sérstaklega samvinnugóður maður við öll störf, sem hann vinnur. Hann hefir lifað á Norðurlandi um langt skeið. ag þar er síldarútvegur höfuðatvinnuvegur. Það þarf ekki að segja mér, að hann hafi ekki fylgzt vel með síldarútveginum á Norðurlandi eða að hann hafi ekki fullkomlega gott vit á því, hvernig bezt muni henta að stjórna síldarverksmiðjum. En hann hefir það kannske framyfir aðra menn marga, að hann er samvinnuþýður, þó að hann haldi fast á sínu máli, ef honum finnst rangt að farið. Ég get ekki búizt við, að hans flokksmenn hér í hv. d. liði þau ummæli um þennan mann, að hann sé ekki hæfur til þessa starfs, sem honum hefir verið trúað fyrir. — Um Finn Jónsson þarf ég ekki miklu við að bæta. Þó að hann eitt sinn væri póstmaður, þá hefir hann mest af sínum manndómsárum unnið að útgerð, og sérstaklega við síldarverzlun og síldarútgerð, enda hefir reynslan sýnt, að hann hefir ýmislegt umfram aðra menn í þeirri grein. Hann hefir ferðazt um önnur lönd og jafnvel komizt að mörkuðum, sem öðrum virtust vera faldir, sem voru markaðir fyrir saltsíld. Þessi maður hefir ýmsa þá kosti, sem þarf til þess að leiða samstarfið í þessum málum síldarútvegsins þannig, að öllum verði til góðs og blessunar. Þetta er reynsla síðasta árs. En áður ríkti ágreiningur innan verksmiðjustj. En þeir vilja líklega ekki, að hin góða samvinna og friður innan verksmiðjustj., sem ríkti þar á síðasta sumri, haldist, sem bera fram og styðja þetta frv.

Þá vildi hv. 2. þm. Rang., er hann talaði um Þorstein M. Jónsson á Akureyri sem stjórnarnefndarmann í síldarverksmiðjustj., líkja því að hafa hann þar, við það, ef einhver siglingamaður, sem tekið hefði stýrimannspróf, væri látinn stjórna stjörnuturni. Það stendur að vísu ekki næst mér að svara þessu, heldur stendur það nær hv. 1. þm. Eyf. að verja flokksbróður sinn. Ég hefi aldrei heyrt það, að það þyki nokkursstaðar í löndum nein sérstök meðmæli með mönnum til að veita forstöðu vísindalegum störfum eins og t. d. í stjörnufræði, þó að þeir hafi tekið stýrimannapróf og hafi fengizt við siglingar. (BSt: Hv. 4. þm. Reykv. treystir sér þá ekki til þess að stjórna stjörnuturni). Ég ætla mér ekki þá dul. Enda veit ég ekki til, að jafnvel hinir allra lærðustu siglingamenn út um heim veljist til þess að stjórna stjörnuturni. Að síðustu vil ég undirstrika það, að frv. þetta er einhver sú ósvífnasta árás á atvmrh., þar sem í frv. er gert ráð fyrir því, að atvmrh. megi í engu tilfelli ráða neinu um skipun stj. jafnþýðingarmikils fyrirtækis fyrir landið allt í heild sem þessar verksmiðjur eru. Það er ekki svo sem hann megi velja einu sinni formann þessarar stj. Stj. verksmiðjanna á að velja formann úr sínum hópi sjálf, en vilji atvmrh. má ekki koma þar til greina, nema stjórnarn. geti ekki komið sér saman um val formannsins. Það yrði sennilega ákaflega gott samkomulag á milli framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um val formannsins, nefnilega að annarhvor þeirra manna í n. yrði formaðurinn. Og ef svo skyldi vilja til, að alþýðuflokksmaður yrði ráðh., þá á hann ekki að geta neinn um þetta ráðið. Þetta er stærsta vantraust, sem hægt er að sýna nokkrum ráðh.

Ég gat þess, að það mundi skynsamlegt að koma með brtt. um einn af þeim 3 mönnum, sem þetta frv. gerir ráð fyrir, að kosnir verði utan Alþ. í verksmiðjuráð. En ég held, að ég hverfi frá því og um þetta verði að gilda reglan: Bezt sem vitlausast. Og því læt ég án slíkrar brtt. málið fara út úr þessari hv. d.