12.04.1937
Efri deild: 37. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 847 í C-deild Alþingistíðinda. (2219)

97. mál, verðlag á almennum nauðsynjavörum

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Um frv. þetta segir lítið í nál. annað en það, að n. er sem heild í öllum aðalatriðum því samþykk. Ég hygg að tveir nm., hv. 2. þm. S.-M. og ég, hafi ekkert við frv. að athuga eins og það nú liggur fyrir. En hv. 1. þm. Skagf. hefir skrifað undir nál. með fyrirvara og þar með áskilið sér rétt til þess að bera fram brtt. við frv., og mun hann að sjálfsögðu gera grein fyrir sínum fyrirvara.

Um frv. þetta er í raun og veru ekki mikið að segja umfram það, sem ég sagði við 1. umr. þessa máls. Það er eins og sjá má, að til þess er ætlazt samkv. 2. gr. frv., að skipuð verði verðlagsn., 5 mönnum, er tilgreindar stofnanir skipi sinn manninn hver.

Hlutverk n. er, eins og ákveðið er í 3. gr., að ákveða hámarksverð eða hámarksálagningu. hvort heldur er hentara þykir í heildsölu eða smásölu, á þeim vörum, sem ríkisstj. þykir nauðsyn á hverjum tíma, er störf n. taki til. Samkv. 4. gr. á n. að öðlast vald til þess að afla sér þeirra upplýsinga, sem hún telur nauðsynlegar til þess að geta með fullkomnu réttlæti ákveðið verðlag, sem henni er ætlað samkv. 3. gr. Í 5. gr. er gert ráð fyrir að n. tilkynni ráðh. ákvarðanir sínar, er síðan tilkynnir þær lögreglustjórum til þess að birta þær almenningi.

Ég geri svo ráð fyrir samkv. 6. gr., að ráðh. setji í reglugerð nánari fyrirmæli um það, hvernig þessu skuli hagað í framkvæmdinni.

Ég tel ekki þörf á að ræða frekar um einstakar gr. frv., en skal bæta við, að ég tel, að allt útlit um verðlag hér á okkar landi sé komið á það stig, að full ástæða sé fyrir ríkisvaldið að hafa þar hönd í bagga með. Ég benti á það við 1. umr. þessa máls, að innflutningstakmarkanirnar hefðu bein og óbein áhrif á það, að ekki væri nægilega mikið af vörum í landinu, og þar af leiðandi skapaðist hærra verð á þeim heldur en ella myndi vera. En það þarf ekki að fjölyrða um það, ég hygg, að allir séu sammála um, að þessar innflutningstakmarkanir séu nauðsynlegar af mörgum ástæðum.

Að því er snertir þær vörur, sem framleiddar eru í landinu sjálfu, má taka það til athugunar, hvort álagningin á þær sé ekki hærri heldur en þörf er á, því að með innflutningshöftunum hefir skapazt allmikill iðnaður innanlands, sem samkeppni frá öðrum löndum nær ekki til. Það er að sjálfsögðu mjög hægt fyrir þau fyrirtæki, sem hafa tekið að sér þessa framleiðslu, að setja hærra verð á sínar vörur heldur en með réttu mætti teljast nauðsynlegt.

Ég ætla ekki, nema sérstakt tilefni gefist til, að benda á dæmi, en þau eru svo nærtæk, að ég álít, að almenningsheill krefjist þess, að slíku eftirliti verði komið á, sem hér er gert ráð fyrir.

N., sem hafði til athugunar og rannsóknar verð á ýmsum vöruflokkum, varð þess fyllilega áskynja, að í ýmsum tilfellum, þar sem fengust fullkomnar upplýsingar, var óþarflega hátt verð á vörunum sjálfum, sem nú þegar er farið að framleiða í landinu. Um ástæður fyrir því skal ég ekki fara nákvæmlega út í, en sú almenna ástæða, sem alltaf er til staðar. er, að eftirspurnin eykst, þegar enginn er til að keppa við og bjóða lægra verð. Það liggur í hlutarins eðli, að slíki ástand skapar harra verð heldur en með góðu móti er hægt að komast af með.

Ég tel, að þetta mál sé þess eðlis, að full nauðsyn sé að gera það að lögum, áður en þingi slitur. og þar sem ég hefi fulla ástæðu til að ætla, að hv. sjálfstæðismenn í þessari d. séu ekki mótfallnir „principi“ frv., þá hefi ég nokkra von um, að það megi takast.