05.03.1937
Sameinað þing: 5. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í D-deild Alþingistíðinda. (2305)

46. mál, meðferð utanríkismála o. fl.

*Hannes Jónsson:

Það var sérstaklega eitt atriði, sem ég vildi ræða hér lítils háttar, og það er, hvernig n. skyldi skipuð, til þess að hægt væri að fá sem bezta samvinnu um lausn þessara mála. Eins og hv. flm. hafa lýst yfir í grg. till., þá er það álit þeirra, að þessu máli sé bezt ráðið með samstarfi allra flokka, en nú virðist það koma fram hjá hv. frsm., að þessu verði ekki hægt að koma í framkvæmd, vegna þess að Bændafl. eigi ekki fulltrúa í utanríkismálan., og vill hann kenna stjórnarandstæðingum um, að svo sé ekki, og í þessu sambandi benti hann á sögu utanríkismálanefndar og tilveru hennar. — Ég vil benda á, hvernig þetta hefir verið með skipun hinnar dansk-ísl. ráðgjafarnefndar — eða sambandslaganefndar, eins og hún er venjulega kölluð —, og skal aðeins taka þar 2 dæmi. Árið 1927 átti að bæta fjórða manninum í nefndina, og þá þurfti einnig að kjósa mann í staðinn fyrir Bjarna Jónsson, sem þá var dáinn, þannig að 2 menn þurfti að kjósa í n. Íhaldsfl. stillti aðeins upp einum manni á sinn lista, og varð þar af leiðandi ekki á neinn hátt þess valdandi, að kosning þyrfti að fara fram á milli lista. Þá kom fram annar listi með nafni Jóns Baldvinssonar. En það, sem verður til þess, að kosning fer fram milli lista, er það, að Benedikt Sveinsson bar fram lista með Jakob Möller, og fyrir þær sakir varð að fara fram kosning um þessa 3 lista. En sá listi fékk ekki nema 2 atkv., en það var nægilegt til þess, að kosning varð að fara fram. — Ég skal svo benda á, hvernig fór með kosningu í þessa n. 1934. Þá átti að kjósa í n. 4 fulltrúa. Alþfl. hafði fallizt á það, að hver flokkur tilnefndi mann í þessa nefnd, og hann sýndi þennan vilja sinn með því að stilla aðeins einum manni á lista hjá sér. Sjálfstfl. var einnig reiðubúinn til þess að setja aðeins einn mann á sinn lista, ef aðrir flokkar þingsins vildu fallast á þá skipun. Framsfl. hafði gert ráðstöfun til þess, að það væri einungis settur einn maður 2 lista hjá sér, af því að þeir höfðu ekki atkvæðamagn til að koma fleirum að í n. En hvað skeður? þegar þeir sjá, að Bændafl. á að koma að sínum fulltrúa í n., Tryggva heitnum Þórhallssyni, þá stilla þeir upp 2 mönnum á lista hjá sér, til þess að fram yrði að fara kosning milli listanna. Það var einungis gert til að fella þann mann, sem Bændafl. hafði borið fram, Tryggva Þórhallsson, frá kosningu, því að það var vitanlegt, að ef ætti að kjósa um lista, mundi sjálfstfl. bera fram þá tölu, sem hann hefði rétt til samkv. atkvæðamagni að koma að í n. — Nú sýnist mér, að þetta sé enn að endurtaka sig. Samkv. yfirlýsingu hv. 2. þm. Reykv. virðist mér, að það sé skoðun Alþfl., að allir flokkar eigi að hafa fulltrúa í þeirri n., sem um þetta mál fjallar. Þetta er alveg í samræmi við skoðun Alþfl. 1934. Þeir hafa e. t. v. orðið áður fyrir þeirri rangsleitni að fá ekki að skipa þessa eða aðra n., af því hvað þeir voru fámennir, og fundið til þess, hve óréttmætt var að beita slíku ofbeldi gagnvart minni flokkum. En framsóknarmenn virðast enn ætla að halda við flokkastreitunni, jafnvel út í utanríkismálin sjálf, þrátt fyrir það, hvað blíðmálir þeir eru um, að allir flokkar eigi að vinna sameiginlega, þegar til þessara sjálfstæðismála komi.

Ég skal játa það, að mér finnst það sjálfsögð skylda þingsins að ganga frá þessu máli á svipaðan hátt og gert er á þskj. 71, en sem persónulegri skoðun minni skal ég bæta því við, að ég teldi það ekki nema eðlilegt, að ákveðið væri, að sá ráðh., sem fer með utanríkismálin, starfi ásamt þessum fulltrúum frá hverjum flokki. Ég vil aðeins skjóta þessu fram, til þess að það geti komið til athugunar, þegar þetta mál verður endanlega afgr., sem ég vænti, að verði gert á þann hátt, að Bændafl. verði gefinn kostur á því að eiga fulltrúa, sem fjallar um þessi mál með þeim öðrum aðiljum, sem til þess verða kjörnir af Alþ. Ef ekki verður að því hnigið að kjósa sérstaka n., sem mér finnst mjög eðlilegt, þá vænti ég, að stjórnarflokkarnir geri breytingu á fyrri afstöðu sinni til Bændafl. og gefi honum kost í því að koma fulltrúa inn í utanríkismálanefnd.

Þó það kunni nú að vera svo um okkar sjálfstæðismál, að einum eða öðrum þyki við reisa okkur nokkuð erfiða byrði með því að ætla okkur að vera að öllu leyti sjálfstæðir, af því hvað við séum fámennir, fátækir og smáir, þá hljótum við þó að hafa réttinn til þess eins og stærri þjóðirnar að hafa metnað til þess að vernda okkar sjálfstæði, ekki sízt fyrir það, að við stofnuðum okkar þjóðfélag fyrir það, að það átti að beita kúgun og ofbeldi í því ríki, sem forfeður okkur bjuggu í og flýðu frá. Við Íslendingar höfum alveg sérstakan rétt til þess að fá að vernda okkar sjálfstæði, því að við förum ekki fram á annað en að verða einráðir yfir okkar eigin málum. Við ásælumst ekki hagsmuni neinna annara þjóða og viljum á engar aðrar þjóðir leita. En til þess að þessum málum verði virkilega vei fyrir komið í framtíðinni, þá er nauðsynlegt, að alir flokkar, a. m. k. þeir, sem á þingi eiga fulltrúa, fái aðstöðu til þess að ráða þessum málum til lykta.