15.04.1937
Sameinað þing: 10. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í D-deild Alþingistíðinda. (2326)

46. mál, meðferð utanríkismála o. fl.

*Hannes Jónsson:

Ég vildi aðeins nota tækifærið, áður en þessari umr. lýkur, til þess að endurtaka ósk mína til hæstv. forseta um, að hann beini áhrifum sínum til þess, að það megi takast, sem stefnt er að með þessari þáltill., og vísast í því efni til niðurlags grg. þáltill. á þskj. 46. Þar stendur, með leyfi hæstv. forseta:

„Þess verður að vænta, að gott samkomulag fáist um lausn þessara mála, sem svo miklu skipta íslenzku þjóðina, milli allra stjórnmálaflokka í landinu“, o. s. frv.

Það er meiningin, að mér skilst, hjá flm. þáltill., að æskilegast sé, að gott samkomulag fáist um lausn þessara mála á milli allra fl. á Alþ.

Nú er með brtt. á þskj. 215 Bændafl. ekki gefinn kostur á því að eiga fulltrúa í þessari n. En ég hefi áður fyrir hönd Bændafl. óskað eftir, að Bændafl. eigi fulltrúa í utanríkismálan. Því hefir enn ekki verið sinnt. Og ef þetta mál á að undirbúast í utanríkismálan., þá væri æskilegast, samkv. þeirri stefnu, sem yfirlýst er af hv. flm. þáltill., að Bændafl. fengi þar sinn fulltrúa.

Ég skal ekki blanda mér inn í deilumál um það, hvort stjórnarflokkarnir eða Sjálfstæðisfl. hafa, hvorir þeirra fyrir sig, hnotið meira um Dani á vísu hv. 2. landsk. Mér sýnist það hafa orðið einskonar bræðrabylta í því, þannig að útkoman verði 1 á móti 1.

Þáltill., eins og hún er nú komin frá utanrmn., er auðsjáanlega samræmd við brtt. sjálfstæðismanna að öðru leyti en því, að út úr till. sjálfstæðismanna er tekið það ákvæði, að Bændafl. sé ætluð þátttaka í störfum þessarar n., svo að báðir hafa þar fengið nokkuð. Sjálfstæðismenn hafa unnið það á að fá fyllra orðalag á till., og stjórnarflokkarnir hafa, a. m. k. í bráð, fengið því áorkað, að Bændafl. er bolað frá störfum í þessari n. Ég á hér ekki við jafnaðarmena í þessu efni, því að þeir hafa áður lýst því yfir, að þeir teldu rétt og skylt, að Bændafl. fengi að taka þátt í lausn þessara mála með öðrum fl. þingsins. Og ég vil sérstaklega benda á, hvað þetta er varhugavert, að útiloka þann fl. frá störfum í þessum málum, þar sem miklar líkur eru til þess, að hann á sínum tíma, þegar þetta mál verður endanlega afgr. á Alþ. af hálfu okkar Íslendinga, muni hafa talsvert mikið að segja á Alþ. um lausn vandamála þjóðarinnar. Svo það er fullkomin ástæða til þess að veita þessum fl. fullkominn rétt á við aðra fl. um lausn þessara mála á Alþ.