01.03.1937
Sameinað þing: 4. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í D-deild Alþingistíðinda. (2357)

34. mál, sjómælingar og rannsóknir fiskimiða

*Atvmhr. (Haraldur Guðmundsson):

Ég vildi aðeins benda hv. þm. á það, að í Sþ. er sjútvn. ekki starfandi. Eina n., sem um er að gera, að málinu verði vísað til, er fjvn., og ég held að það hafi verið þar í fyrra. Ég vildi gjarnan gera það till. minni að fjvn. fengi þetta máli til meðferðar.

Því miður verð ég að segja það, að ennþá er of snemmt að fullyrða um árangur af rannsóknunum í fyrra, en ég geri mér hinsvegar vonir um, að þeim verði verulegur árangur, þótt ekki sé hægt að vegna á einstök atriði ennþá. Flm. gat þess, að þessi starfsemi hefði verið nokkuð losaraleg, eins og hann orðaði það, og gerði hann nokkra grein fyrir, hvernig á því stæði. Þegar þessar rannsóknir voru byrjaðar, var það gert í samráði við fiskifræðingana Árna Friðriksson og Bjarna Sæmundsson. Það var ákveðið, hvaða svæði skyldi rannsaka, og var svo unnið að því að rannsaka þau svæði, en veðurfar var mjög óhagstætt, og leiddi af því, að hvað eftir annað varð að hætta rannsóknunum. Við þessu var vitanlega ekkert hægt að gera, úr því að svona fór.

Ég vil að lokum taka það fram, að ég tel ástæðu til, að þessum rannsóknum verið haldið áfram, ekki fyrir það, að þær hafi nú þegar sýnt neinn árangur, heldur fyrir það, að það er sjálfsagt að reyna að ganga úr skugga um, hvernig hægt er að hagnýta þessi svæði. — Ég vildi svo gera það að till. minni, að till. verði að lokinni umr. vísað til fjvn.