01.03.1937
Sameinað þing: 4. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í D-deild Alþingistíðinda. (2359)

34. mál, sjómælingar og rannsóknir fiskimiða

Flm. (Sigurður Kristjánsson):

Ég vildi aðeins þakka þær góðu undirtektir, sem þetta mál fær hjá hæstv. stj. Ég hefi ekkert á móti því, að þetta mál fari til fjvn. Þetta er náttúrlega fjárhagsatriði, og þess vegna ekki óeðlilegt, að fjvn. fjalli um það. Mér finnst það rétt, sem fjmrh. sagði, að sjálfsagt væri að hafa einhvern fastan lið til þessara hluta í fjárlögum hvers árs.