17.04.1937
Sameinað þing: 11. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í D-deild Alþingistíðinda. (2361)

34. mál, sjómælingar og rannsóknir fiskimiða

*Frsm. (Jakob Möller):

Ég þarf ekki að hafa langt mál um þessa till., því að eins og hv. þdm. er kunnugt, er till. sama efnis og till., sem samþ. var á síðasta þingi. Rannsóknir fóru fram á síðastl. ári og þykja hafa gefið góðan árangur. — Sjútvn. beggja d. mæla með því, að till. verði samþ., og fjvn. sömuleiðis. N. hefir aðeins gert brtt. um það, hvernig greiða skuli kostnaðinn, og leggur til, að kostnaðurinn verði greiddur að hálfu úr fiskimálasjóði að hálfu úr ríkissjóði. virðist þetta eðlilegt, þar sem þetta verkefni má telja hlutverk fiskimálasjóðs að mestu leyti. N. mælist því til þess, að till. verði samþ. með þeirri breyt., er að framan greinir.