19.04.1937
Sameinað þing: 12. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í D-deild Alþingistíðinda. (2406)

154. mál, laun talsímakvenna

*Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Þessari till. var tekið vel við fyrri umr., enda er hér um leiðréttingu að ræða.

Þegar launalögin voru sett, var gengið út frá því, að þeir menn, sem við þetta vinna, væru aðeins teknir til skamms tíma, eða að hér væri um bráðabirgðastarf að ræða. Lágmarkslaun talsímakvenna eru nú 1200 kr., er hækka um 200 kr. annaðhvert ár, upp í 1800 kr. Gert er ráð fyrir, að laun þeirra verði jafnhá launum 2. fl. skrifara, og þá yrði hækkunin 400 kr. og dýrtíðaruppbót. Um 20 stúlkur koma til greina að fá þessa launahækkun nú. Þegar þess er svo gætt, að þessar stúlkur þurfa að starfa í 6 mánuði áður en þar komast í lægsta launaflokk, þá má ekki gera mikinn greinarmun á þeim störfum og störfum 2. fl. ritara, þegar um launagreiðslur er að raða. Nú er litið á þetta sem lífsstarf, og því þurfa þessar stúlkur að fá, auk þess sem þær fá til að framfleyta lífinu, nokkuð hærra kaup, til þess að þar geti búið sig fjárhagslega undir það að mæta ellinni. Það er því ljóst, að hér er um sanngirni að ræða, og sé ég ekki ástæðu til að fara um þetta fleiri orðum, en vil að lokum upplýsa það, að þessi hækkun mun vera 18 þús. kr. á ári.

Ég vænti þess svo, að hv. Alþingi afgr. þessa till. til hæstv. ríkisstj., sem mun vera fús til að framkvæma hana.