06.04.1937
Sameinað þing: 9. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í D-deild Alþingistíðinda. (2454)

85. mál, milliþinganefnd í bankalöggjöf o. fl.

*Ólafur Thors:

Ég ætla ekki að blanda mér inn í umr. um gengismálið. Umr. um það mál munu eiga að fara fram áður en langt um líður, og þá gefst sjálfstæðismönnum tækifæri til að taka það mál til rækilegrar yfirvegunar.

Ég vildi segja það, að það væri vonandi, að útvarpshlustendur bæru meiri skilning á þetta mál heldur en þeir, sem hér hafa talað. Þar á ég ekki einungis við Hannes Jónsson, heldur sjálfan fjmrh., sem vill halda því fram, að það sé hrein vitleysa, að Alþingi fari að skipta sér af þessu máli. Ég þekki svo mikið inn í þessi mál, að ég fullyrði, að þessi skoðun hæstv. fjmrh. sé óhæf. Ákvörðun um að fella krónuna verður að koma beint frá Alþingi, eða frá ríkisstj., sem hefir meirihlutaaðstöðu á Alþingi. Hitt er annað mál, að mér finnst fullmikill yfirborðsáhugi hjá hv. þm. V.-Húnv., að rjúka nú til og taka upp aftur þessa till., sem annar þm. hefir flutt, en óskað þess, að atkvgr. um hana verði frestað til síðari umr. þessa máls. Þessi hv. þm. gerir ekkert annað en að spilla málinu með þessu. Hann er að reyna að láta skína í það, að hann hafi meiri áhuga fyrir þessu máli en hv. þm. A.Húnv. Ég vil segja hv. um. V.- Húnv. það, að honum verður erfiðara að verja sína afstöðu til þessa máls heldur en hv. þm. A.- Húnv. að forsvara sína stefnu í þessu máli. Það vita allir, að síðari umr. um þetta mál mun fara fram í næsta hálfum mánuði, þótt þingrof verði, og því er allt kapp bezt með forsjá. Þótt þessi hv. þm. beri hag gengismálsins fyrir brjósti og telji, að hag þjóðarinnar sé bezt borgið með því, að aðrar reglur gildi um verðskráningu ísl. krónunnar en verið hefir, þá er ég ekki í vafa um það, að þeim tilgangi verður ekki náð með því að hlaupa á þennan hátt fram fyrir skjöldu. (HannJ: Vissi ekki hv. þm. A.-Húnv., hvort hann átti að fylgja till. sinni eða ekki?). Hvaða tegund af óráði er þetta?

Ég vil taka undir þau ummæli hv. þm. A.- Húnv., að hér er ekki um neitt gamanmál að ræða, og hann leggur þann skilning í sjálfa till., sem mér sýnist, að vel megi leggja í hana, að sú n., sem á að skipa og gert er ráð fyrir á þskj. 104, taki til athugunar, hvaða ráðstöfun sé bezt að gera í sambandi við gengisfall ísl. krónunnar, ef reynslan sýnir, að krónan eigi að falla, og þó menn greiði atkv. með till., þá sé ekki greitt atkv. með því, að krónan sé fallin. Ég get lýst því yfir sem minni skoðun, að það þarf ekki neinn andans jöfur til að tala um gengi ísl. krónunnar, þegar vitað er, að hún er seld með föllnu verði á erlendum markaði. Hæstv. fjmrh. sagði, að ísl. krónan væri seld lægra verði erlendis en hér. Íslenzka krónan er fallin þar, sem hún er seld á erlendum markaði. Fyrst í þessa till., sem á að fjalla um verðlag íslenzku krónunnar hér á innlendum markaði, er lagður sérstakur skilningur af hv. flm., og svo annar skilningur af þeim hv. þm., sem vill taka upp till., þá getur það ekki orðið málinu til gagns að hlaupa þannig fram fyrir skjöldu og taka till. upp. Það væri nær fyrir hv. þm. V.Húnv. að bera fram skrifl. brtt., sem hann teldi nægja í þessu efni, annaðhvort við þessa umr eða við síðari umr. Hv. þm. V.-Húnv. sagði, að hv. þm. A.Húnv. væri mjög næmur fyrir þeirri beiðni, sem honum hefði borizt frá einum af foringjum Framsfl.; ég vil vona, að það sé sama, þó að beiðnin berist frá formanni Sjálfstfl., og ég vil nú leyfa mér að beina til hv. þm. V.-Húnv. þeirri áskorun, að hann saki þetta mál ekki með neinu ofurkappi. Það er vitað, að gengismálið er eitt af viðkvæmustu málum, sem þjóðin hefir nú á dagskrá, og við þurfum að beita allri okkar lagni og lipurð til þess að reyna að ná þar sem beztri niðurstöðu, og ég held því, að hv. þm. ætti fyrir sitt leyti að sýna sinn ríka áhuga í þessu máli með því að stofna ekki til neins ofurkapps í því.