06.04.1937
Sameinað þing: 9. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 94 í D-deild Alþingistíðinda. (2460)

85. mál, milliþinganefnd í bankalöggjöf o. fl.

Forseti (JBald):

Ég skal svara hv. þm. því til, að það munu vera þingsköp, þó að sumum þyki hart undir að búa, og er venjulega ekki gert. — Ef umr. verður frestað, kemur till. náttúrlega ekki til greina. (BSt: Það er komin fram till. um að fresta umr. og vísa málinu til n.). Það er náttúrlega hægt að fresta umr. Hitt er annað mál, hvort rétt sé af forseta að gera það, vegna þess að það getur verið, að svo standi á, að menn þyrftu sérstaklega að svara því, sem á þá hefir verið borið.