06.04.1937
Sameinað þing: 9. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 96 í D-deild Alþingistíðinda. (2466)

85. mál, milliþinganefnd í bankalöggjöf o. fl.

*Forseti (JBald):

Þegar till. eru teknar aftur, eins og hv. þm. A.-Húnv. hefir gert, hefir það verið gert á tvennan hátt. Þær hafa verið teknar aftur til síðari umr., og teknar aftur án frekari skýringar.

Í 40. gr. þingskapa segir svo, að frv., till. til þál. og brtt. megi „kalla aftur á hverju stigi umr. sem vill. En heimilt er hverjum þingmanni að taka það jafnskjótt upp á sama fundi“. Það virðist því vera hægt að taka upp till.

Ég mun fresta fundi til kl. 13 mín. yfir 5 og halda þá áfram umr. um þetta mál. — Fundarhlé.